[Stikla] Þáttaröðin SVO LENGI SEM VIÐ LIFUM kemur 8. október

Stikla þáttaraðarinnar þáttunum Svo lengi sem við lifum er komin út. Þættirnir, sem koma allir á Stöð 2+ 8. október, eru hugarfóstur leikkonunnar Anítu Briem sem fer með aðalhlutverk í þáttunum og skrifar handritið að þeim. Katrín Björgvinsdóttir leikstýrir og Glassriver framleiðir.

Segir á Vísi:

„Beta, eitt sinn efnileg tónlistarkona, finnur sig í ónýtu hjónabandi, ekki verandi sú móðir sem hún vill vera. Þegar ungur maður flytur inn á heimilið til að hjálpa með barnið og fer að leggja til „daður-verkefni“ fyrir hjónin, er Beta þvinguð til að taka áhættur og stíga aftur inn í lífið,“ segir í lýsingu á þáttunum.

Kvikmyndatöku stjórna Árni Filippusson og Ásgrímur Guðbjartsson, klipping er í höndum Valdísar Óskarsdóttur, Guðlaugs Andra Eyþórssonar og Sigurðar Eyþórssonar og tónlist gerir Kjartan Hólm. Með aðalhlutverk fara Aníta Briem, Martin Wallström, Mikael Kaaber og Katla Margrét Þorgeirsdóttir.

HEIMILDVísir
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR