Gamanþættirnir Vegferð hófu göngu sína á Stöð 2 um páskana. Þar leika þeir Ólafur Darri Ólafsson og Víkingur Kristjánsson vini sem neyðast til að horfast í augu við eigin tilfinningar, karlmennsku og stolt á ferðalagi um Vestfirði. Glassriver framleiðir þættina fyrir Stöð 2 og Baldvin Z leikstýrir. Menningin á RÚV fjallaði um þættina.
Um leið og Klapptré óskar lesendum sínum gleðilegra jóla og þakkar samfylgdina á árinu skal bent á að þrjár íslenskar kvikmyndir eru á dagskrá sjónvarpsstöðvanna yfir jólin.
Hvernig þróunin í átt að auðveldara aðgengi að gífurlegu magni erlends (aðallega bandarísks) myndefnis gegnum efnisveitur brýnir okkur til að gefa hressilega í varðandi íslenskt efni, bæði fyrir umheiminn en jafnvel enn frekar fyrir okkur sjálf.
Baldvin Z leikstýrir nýrri glæpaseríu sem mun heita Svörtu sandar. Stöð 2 og framleiðslufyrirtækið Glassriver undirrituðu samning um framleiðslu hennar og gamanseríunnar Magaluf. Þetta kemur fram á Vísi og í Fréttablaðinu.
Þráinn Bertelsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir sýningar Stöðvar 2 á Líf-myndunum þann 17. júní næstkomandi í óþökk sinni. Hann varar áhorfendur við lélegum gæðum sýningareintaka og biður þá afsökunar.
Jón Gnarr ræðir um þáttaröð sína Borgarstjórann við Mbl.is. Hann segir karla komast upp með ótrúlegustu hluti og að samfélagið sé fullt af ósnertanlegum körlum sem geta ekki neitt.
Stikla úr sjónvarpsþáttunum Borgarstjórinn hefur verið opinberuð. Sýningar á þáttunum hefjast á Stöð 2 þann 16. október næstkomandi en alls eru 10 þættir í syrpunni.
Hallgrímur Oddsson skrifar í Kjarnann um ákall forsvarsmanna einkastöðvanna um lagabreytingar til að bregðast við erlendri samkeppni og afnám auglýsinga í RÚV. Hann veltir því meðal annars upp hvort núverandi viðskiptamódel einkastöðvanna eigi sér framtíð, jafnvel þó komið yrði til móts við óskir þeirra.
Bandaríska áskriftastöðin TBS hefur óskað eftir svokölluðum „pilot“ eða prufuþætti af amerísku útgáfunni af Heimsendi, íslenskri sjónvarpsþáttaröð í leikstjórn Ragnars Bragasonar. Þættirnir eru byggðir á handriti Jonathan Ames eftir íslensku þáttunum. Með aðalhlutverkin í „pilot“-þættinum fara leikararnir Hamish Linklater og Wanda Sykes.