spot_img

[Stikla] TRUE DETECTIVE: NIGHT COUNTRY á Stöð 2 frá 15. janúar

Fjórða syrpa þáttaraðarinnar True Detective (True Detective: Night Country) gerist í Alaska og skartar Jodie Foster í aðalhlutverki. Tökur fóru að miklu leyti fram hér á landi, meðal annars á Dalvík, í Reykjavík og í Keflavík.

Sýningar hefjast þann 14. janúar á HBO og daginn eftir á Stöð 2. Þættirnir í fjórðu syrpu eru sex talsins.

Þetta er stærsta kvikmyndaverkefni sem unnið hefur verið á Íslandi, en hundruðir Íslendinga komu að upptökum sem True North hafði umsjón með. Tökur stóðu frá hausti 2022 fram í apríl 2023. Kostnaður við gerð þáttanna er sagður nema á níunda milljarð króna.

Issa López skrifar handrit og leikstýrir. Auk Foster fara Kali Reis, John Hawkes, Christopher Eccleston og Fiona Shaw með helstu hlutverk. Mari-Jo Winkler er framleiðandi, en einnig er Óskarsverðlaunaleikstjórinn Barry Jenkins (Moonlight) meðal framleiðenda. Kvikmyndatöku stýrir Florian Hoffmeister, en hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna í fyrra fyrir kvikmyndina Tár.

Í þáttunum er fylgst með rannsóknarlögreglumönnunum Liz Danvers (Foster) og Evangeline Navarro (Reis) við rannsókn á dularfullu hvarfi sex manna frá rannsóknarmiðstöð í Alaska.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR