spot_img
HeimEfnisorðTrue North

True North

[Stikla] Þáttaröðin DIMMA hefst 12. september í Sjónvarpi Símans

Stikla þáttaraðarinnar Dimma hefur verið opinberuð. Þættirnir eru væntanlegir í Sjónvarp Símans 12. september. Sænski leikstjórinn Lasse Hallström leikstýrir en verkið byggir á skáldsögu Ragnars Jónassonar.

[Stikla] TRUE DETECTIVE: NIGHT COUNTRY á Stöð 2 frá 15. janúar

Fjórða syrpa þáttaraðarinnar True Detective (True Detective: Night Country) gerist í Alaska og skartar Jodie Foster í aðalhlutverki. Tökur fóru að miklu leyti fram hér á landi, meðal annars á Dalvík, í Reykjavík og í Keflavík.

Lasse Hallström gerir þáttaröð á Íslandi byggða á bókum Ragnars Jónassonar fyrir CBS

Sænski leikstjórinn Lasse Hallström mun vera kominn til landsins að hefja undirbúning þáttaraðar sem byggð er á bók Ragnars Jónassonar Dimmu. Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS stendur að verkefninu í samvinnu við True North.

Jodie Foster um tökurnar á TRUE DETECTIVE

Rætt var við leikkonuna Jodie Foster í Landanum um tökurnar á True Detective: Night Country sem staðið hafa yfir hér á landi frá síðasta hausti og lýkur senn.

TRUE DETECTIVE þættirnir verða stærsta kvikmyndaverkefni tekið upp á Íslandi

Tökur á fjórðu syrpu þáttaraðarinnar True Detective hefjast hér á landi í október og standa í níu mánuði. True North þjónustar verkefnið, sem er langstærsta einstaka kvikmyndaverkefni sem hér hefur verið unnið.

[Stikla] Þáttaröðin TROM komin á Viaplay í heild sinni

Þáttaröðin Trom er komin í heild sinni á efnisveituna Viaplay. Stikla verksins er komin út. REinvent Studios í Danmörku framleiðir þættina í samvinnu við Kyk Pictures í Færeyjum og Truenorth á Íslandi.

[Kitla] Þáttaröðin TROM frumsýnd á Viaplay 13. febrúar

Þáttaröðin Trom verður frumsýnd á efnisveitunni Viaplay þann 13. febrúar. Kitla verksins er komin út. REinvent Studios í Danmörku framleiðir þættina í samvinnu við Kyk Pictures í Færeyjum og Truenorth á Íslandi.

Þrýst á um hækkun endurgreiðslunnar – „glapræði að nýta ekki tækifærið núna“

Endurgreiðsla ríkisins á kostnaði sem fellur til við erlend kvikmyndaverkefni hér á landi þyrfti að vera hærri, að mati Leifs B. Dagfinnssonar stjórnarformanns True North. Rætt var við hann í Morgunútvarpi Rásar 2.

Truenorth hyggst opna kvikmyndaver, margt framundan

Á vef Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins er rætt við Leif Dagfinnsson og Kristinn Þórðarson hjá True North um framtíðarplön fyrirtækisins, sem hefur margt á prjónunum.

Leifur hjá True North: Fjórar Hollywood-myndir með augastað á Íslandi

Leifur Dagfinnsson framleiðandi hjá True North segir áhuga erlendra framleiðenda mikinn á að koma hingað í sumar en bregðast verði við samkeppninni frá öðrum löndum og hækka endurgreiðsluhlutfall.

[Stikla] Þáttaröðin “Brot” hefst á RÚV 26. desember

Stikla spennuþáttaraðarinnar Brot (The Valhalla Murders) í leikstjórn Þórðar Pálssonar, Davíðs Óskars Ólafssonar og Þóru Hilmarsdóttur, hefur verið opinberuð. Þættirnir, sem eru alls átta talsins, hefja göngu sína 26. desember á RÚV.

Þáttaröð um raðmorðingja í Reykjavík í undirbúningi

Þáttaröðin The Valhalla Murders er nú í undirbúningi en stefnt er að sýningum veturinn 2018 á RÚV. Þættirnir fjalla um raðmorðingja í Reykjavík og tvinnast  einkalíf tveggja rannsóknarlögreglumanna sem stýra rannsókn málsins saman við. Vísir fjallar um málið og ræðir við leikstjóra og handritshöfund þáttanna, Þórð Pálsson.

Íslenskan heitasta tungumálið

Truenorth hefur tryggt sér réttinn að sjónvarpsþáttum eftir bókum glæpasagnarithöfundarins Stefáns Mána, sem fjalla um lögreglumanninn Hörð Grímsson. Til stendur að framleiða fleiri en eina seríu og hefjast tökur á næsta eða þarnæsta ári. Fréttatíminn skýrir frá.

True North kynnir næstu verkefni í Berlín; “Slóð fiðrildanna”, tvær spennuseríur og huldufólkshrollvekju

True North kynnir næstu verkefni á yfirstandandi Berlínarhátíð. Þeirra á meðal eru bíómynd eftir skáldsögu Ólafs Jóhanns Sigurðssonar, Slóð fiðrildanna, sakamálasería byggð á bókum Stefáns Mána og þáttaröð um raðmorðingja í Reykjavík. ScreenDaily skýrir frá.

“Justice League” tekin upp á Djúpavík

Ofurhetjumyndin Justice League verður tekin upp að hluta á Djúpavík á Ströndum og hefjast tökur í október samkvæmt heimildum Nútímans. True North þjónustar verkefnið hér á landi.

Truenorth undirbýr tvö enskumælandi verkefni

True North vinnur nú að undirbúningi tveggja kvikmynda sem gerðar verða á ensku; annarsvegar The Malaga Prisoner eftir handriti Óskars Jónassonar og Arnaldar Indriðasonar og hinsvegar Keflavik eftir bandaríska leikstjórann Michael G Kehoe.

Truenorth hafnar gagnrýni vegna “Fast 8”, FK biðst afsökunar

Truenorth, sem þjónustaði kvikmyndina Fast 8 við Mývatn og á Akranesi, hefur sent atvinnuveganefnd Alþingis bréf þar sem gerðar eru athugasemdir við umsögn Félags kvikmyndagerðarmanna, FK. Fyrirtækið telur óhjákvæmilegt að gera athugasemdir við og leiðrétta rangfærslur sem birtust í umsögninni.

Ísland að verða of dýrt?

Hækk­un verðlags á Íslandi er orðin áhyggju­efni fyr­ir ís­lenska kvik­mynda­gerð. Með sama áfram­haldi gæti þró­un­in haft áhrif á út­færslu alþjóðlegra kvik­mynda­verk­efna á Íslandi og jafn­vel dregið úr um­fangi þeirra. Þetta seg­ir Leif­ur B. Dag­finns­son, stjórn­ar­formaður Tru­en­orth, í Morg­un­blaðinu í dag.

“Fyrir framan annað fólk” frumsýnd í dag

Rómantíska gamanmyndin Fyrir framan annað fólk er frumsýnd í dag í kvikmyndahúsum. Óskar Jónasson leikstýrir eftir eigin handriti og Kristjáns Þórðar Hrafnssonar, en verkið er byggt á leikriti þess síðarnefnda. Kristinn Þórðarson framleiðir fyrir True North.

Cinema Scandinavia um “Fyrir framan annað fólk”: Létt og skemmtileg

Vefurinn Cinema Scandinavia skrifar um Fyrir framan annað fólk Óskars Jónassonar sem sýnd var á nýliðinni Gautaborgarhátíð og segir myndina létta, auðmelta og afar skemmtilega. Myndin kemur í íslensk kvikmyndahús 26. febrúar.

Truenorth og Mystery snúa bökum saman

True North og Mystery vinna nú saman að þróun átta nýrra kvikmynda, þar á meðal myndar sem byggð er á Geirfinnsmálinu og Óskar Jónasson mun leikstýra.

Kvikmyndaskólinn og stærstu framleiðslufyrirtækin ræða starfsþjálfunarkerfi 

Kvikmyndaskóli Íslands átti í vikunni fund með stærstu framleiðslufyrirtækjum í landinu í þeim tilgangi að koma á formlegum samskiptum milli skólans og atvinnulífsins í íslenskri kvikmyndagerð. Fyrirtækin þrú eru Saga film, Pegasus og True North en var þeim boðið til fundar í skólanum til að kynna þeim starfsemi hans.

Friðrik Þór filmar “Svartfugl”

Friðrik Þór Friðriksson segir sitt næsta verkefni verða byggt á hinni kunnu skáldsögu Gunnars Gunnarssonar, Svartfugli, sem aftur byggir á sönnum atburðum frá upphafi 19. aldar; morðunum á Sjöundá og eftirmála þeirra.

Tökur hafnar á “Fyrir framan annað fólk”

Tökur eru hafnar í Reykjavík á bíómynd Óskars Jónassonar Fyrir framan annað fólk. Truenorth framleiðir og með helstu hlutverk fara Snorri Engilbertsson, Hafdís Helga Helgadóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir, og Hilmir Snær Guðnason.

Óskar gerir rómantíska kómedíu

Truenorth leitar nú meðframleiðenda á samframleiðslumarkaðinum í Berlín á fyrirhugaðri kvikmynd Óskars Jónassonar, Fyrir framan annað fólk.

Íslenskir kvikmyndagerðarmenn á American Film Market

Bandaríska sendiráðið hefur sent frá sér myndband þar sem fjallað er um þá íslensku kvikmyndagerðarmenn sem tóku þátt í nýafstöðnum American Film Market. Meðal þátttakenda sem koma fram í myndbandinu eru Leifur B. Dagfinnsson og Kristinn Þórðarson hjá True North, Konstantín Mikaelsson hjá Senu og Erlingur Jack Guðmundsson hjá Og Films.

True North kynnir Sturlungu verkefni á AFM

True North, sem nú hefur stofnað framleiðsludeild undir stjórn Kristins Þórðarsonar, kynnir verkefni á yfirstandandi American Film Market sem byggt er á Sturlungasögu. Screen Daily segir frá. Þar kemur fram verkið sé annaðhvort hugsað sem bíómyndarþríleikur eða sjónvarpsþáttaröð. Vinnuheitið er Sturlungar: The Viking Clan.

Truenorth og Magnús Scheving fá útflutningsverðlaun forseta Íslands

Síðdegis í gær veitti Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, kvikmyndafyrirtækinu Truenorth Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2014 við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Að auki hlaut Magnús Scheving, hugmyndasmiður Latabæjar, heiðursviðurkenningu fyrir að hafa aukið hróður Íslands á erlendri grund.

Óvíst um frekari erlend verkefni á árinu

Talsmenn Saga film, Pegasus og True North segja ekkert staðfest varðandi erlend kvikmyndaverkefni á árinu en benda þó á að skjótt skipist veður í lofti og að gjarnan taki kvikmyndaverin skyndiákvarðanir um næsta tökustað. Því geti hlutirnir breyst á svipstundu.

“Getum ekki endalaust skotið sama fjallið”

Baltasar Kormákur og Leifur B. Dagfinnsson leggja áherslu á enn eigi eftir að fullnýta þá möguleika sem felast í framleiðslu erlendra kvikmynda hér á landi.

Svona var “Thor: The Dark World” búin til

Hér má sjá stutta mynd um hvernig brellur og útlit myndarinnar Thor: The Dark World urðu til. Myndin var að hluta tekin hér á landi síðsumars í fyrra. True North þjónustaði verkefnið.

Greining | Hvernig Tom Cruise og Ben Stiller færa Íslandi björg í bú

Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi eru lykilatriði í að laða að stór erlend kvikmyndaverkefni en einnig afar mikilvægur stuðningur við innlenda kvikmyndagerð. Auk þess skapar þessi ívilnun ríkinu miklu meiri tekjur en nemur framlögum.

Tökustaður: Ísland í The Washington Post

The Washington Post birtir grein um Hollywood verkefnin sem streyma til Íslands í leit að öðrum heimi og spjallar við Einar Svein Þórðarson og...
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR