Leifur B. Dagfinnsson: Algert bull og vitleysa að við séum að taka frá iðnaðinum

Leifur B. Dagfinnsson framkvæmdastjóri True North er í viðtali við Morgunblaðið í dag um verkefnið True Detective.

Leifur kemur meðal annars inná þá hörðu gagnrýni sem niðurskurður Kvikmyndasjóðs hefur fengið og kveðst ósáttur við þá umræðu að tengja hækkun endurgreiðslunnar við niðurskurðinn. „Því miður voru skornir niður styrkir til kvikmyndagerðarmanna en það er ekki rétt að blanda því saman við endurgreiðsluna. Það er algert bull og vitleysa að við séum að taka frá iðnaðinum.“

Leifur segir mikla arðsemi af þeim tíu milljörðum sem hann segir koma inn í landið vegna True Detective þáttanna. „Þarna erum við að fá inn erlenda fjárfestingu og við notum þessa erlendu fjárfestingu til að byggja innviði kvikmyndaiðnaðarins á Íslandi.“

Lesa má annarsvegar forsíðufrétt Morgunblaðsins og ítarlegt viðtal við Leif á innsíðu hér að neðan. Smellið á myndirnar til að stækka.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR