spot_img
HeimEfnisorðFjárlög 2023

Fjárlög 2023

Groundhog Day íslenskrar kvikmyndagerðar

Af umfjöllun Klapptrés um 40% niðurskurð Kvikmyndasjóðs árið 2014 má glöggt sjá að gagnrýni bransans sem og svör stjórnmálamanna eru afar kunnugleg.

Lilja Alfreðsdóttir á Eddunni: Lofa að gera allt sem ég mögulega get

Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra afhenti heiðursverðlaun ÍKSA og kynnti framlag Íslands til Óskarsins á Edduverðlaununum í gærkvöldi. Hún byrjaði á því að ávarpa kvikmyndabransann í tengslum við þann mikla niðurskurð á Kvikmyndasjóði sem boðaður er í fjárlagafrumvarpinu.

Þegar stjórnvöld sigruðu menninguna

Hvernig þriðjungs niðurskurður Kvikmyndasjóðs er áframhaldandi vöxtur íslenskrar kvikmyndagerðar og sérstakar ívilnanir til erlendra stórverkefna er glæsilegur sigur íslenskrar menningar.

Edduverðlaun veitt í skugga boðaðs niðurskurðar

Edduverðlaunin verða afhent á sunnudagskvöld í beinni útsendingu RÚV frá Háskólabíói. Rúm þrjú ár eru liðin síðan verðlaunin voru síðast veitt á opinberri samkomu. Ljóst er að hljóðið er þungt í kvikmyndabransanum vegna fyrirhugaðs niðurskurðar Kvikmyndasjóðs og ekki ólíklegt að hátíðin muni bera þess merki. 

Niðurskurðurinn: Menningarlegt stórslys í aðsigi

Rætt var við Hilmar Sigurðsson og Kristínu Andreu Þórðardóttur framleiðendur í Lestinni á Rás 1 um stöðuna í kvikmyndaframleiðslu á Íslandi eftir þriðjungs niðurskurð Kvikmyndasjóðs. „Ég bara held að þetta séu mistök hrein og klár,“ segir Hilmar.

Hilmar Sigurðsson: Þriðjungs niðurskurður kallaður vöxtur

Hilmar Sigurðsson forstjóri Sagafilm bregst við fréttatilkynnningu Menningar- og viðskiptaráðuneytisins um áframhaldandi vöxt íslenskrar kvikmyndagerðar á Fésbókarsíðu sinni og tekur fast til orða.

Fréttablaðið skrifar um 35% endurgreiðsluna og niðurskurð Kvikmyndasjóðs

"Vonandi verður hægt að finna gistingu handa öllum," segir Garðar Örn Úlfarsson í leiðara Fréttablaðsins um fyrirhugað kvikmyndastórverkefni og hækkun á endurgreiðslu. Hann bætir við: "Að minnsta kosti verða kvikmyndagerðarmenn sem eru að taka upp íslenskt efni ekki að þvælast jafn mikið fyrir og áður því framlag ríkisins í Kvikmyndasjóð til þeirra verður lækkað um 433 milljónir króna á næsta ári og verður 1.095 milljónir."

Laufey um fyrirhugaðan niðurskurð: Kemur sér mjög illa fyrir greinina

Laufey Guðjónsdóttir forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands ræddi við fréttastofu RÚV í kvöldfréttum útvarps um fyrirhugaðan niðurskurð til Kvikmyndamiðstöðvar.

Gert ráð fyrir verulegum niðurskurði á Kvikmyndasjóði í fjárlagafrumvarpi 2023

Í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023 er gert ráð fyrir miklum niðurskurði á framlögum til kvikmyndagerðar frá fyrra ári. Þá virðist ekki gert ráð fyrir mikilli aukningu í endurgreiðslum á næsta ári.
spot_imgspot_img

MEST LESIÐ