HeimEfnisorðFjárlög 2023

Fjárlög 2023

Uppgjör ársins 2022 með Kristínu Andreu Þórðardóttur og Ragnari Bragasyni

Umræða um það helsta sem íslenski kvikmyndabransinn gekk í gegnum á árinu 2022 með Kristínu Andreu Þórðardóttur framleiðanda, leikstjóra og stjórnanda Skjaldborgarhátíðarinnar og Ragnari Bragasyni leikstjóra, handritshöfundi og formanni Samtaka kvikmyndaleikstjóra.

Dregið úr fyrirhuguðum niðurskurði Kvikmyndasjóðs

Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að stefnt sé að því að draga úr fyrirhuguðum niðurskurði til Kvikmyndasjóðs um 250 milljónir króna.

Bandalag íslenskra listamanna gagnrýnir niðurskurð harðlega

Bandalag íslenskra listamanna hefur skilað umsögn til fjárlaganefndar Alþingis um frumvarp til fjárlaga árið 2023. Þar segir að verulega sé gengið á sjóði menningar og listsköpunar í fjárlögum, listamannasjóðirnir séu skornir niður sem nemur á bilinu 5-30 prósent.

Lilja skoðar að draga úr niðurskurði til Kvikmyndasjóðs

Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra segir í viðtali við fréttastofu RÚV að hún sé að skoða hvernig sé hægt að tryggja að innlend kvikmyndaverkefni sem þegar eru komin af stað stöðvist ekki.

Groundhog Day íslenskrar kvikmyndagerðar

Af umfjöllun Klapptrés um 40% niðurskurð Kvikmyndasjóðs árið 2014 má glöggt sjá að gagnrýni bransans sem og svör stjórnmálamanna eru afar kunnugleg.

Lilja Alfreðsdóttir á Eddunni: Lofa að gera allt sem ég mögulega get

Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra afhenti heiðursverðlaun ÍKSA og kynnti framlag Íslands til Óskarsins á Edduverðlaununum í gærkvöldi. Hún byrjaði á því að ávarpa kvikmyndabransann í tengslum við þann mikla niðurskurð á Kvikmyndasjóði sem boðaður er í fjárlagafrumvarpinu.

Þegar stjórnvöld sigruðu menninguna

Hvernig þriðjungs niðurskurður Kvikmyndasjóðs er áframhaldandi vöxtur íslenskrar kvikmyndagerðar og sérstakar ívilnanir til erlendra stórverkefna er glæsilegur sigur íslenskrar menningar.

Edduverðlaun veitt í skugga boðaðs niðurskurðar

Edduverðlaunin verða afhent á sunnudagskvöld í beinni útsendingu RÚV frá Háskólabíói. Rúm þrjú ár eru liðin síðan verðlaunin voru síðast veitt á opinberri samkomu. Ljóst er að hljóðið er þungt í kvikmyndabransanum vegna fyrirhugaðs niðurskurðar Kvikmyndasjóðs og ekki ólíklegt að hátíðin muni bera þess merki. 

Niðurskurðurinn: Menningarlegt stórslys í aðsigi

Rætt var við Hilmar Sigurðsson og Kristínu Andreu Þórðardóttur framleiðendur í Lestinni á Rás 1 um stöðuna í kvikmyndaframleiðslu á Íslandi eftir þriðjungs niðurskurð Kvikmyndasjóðs. „Ég bara held að þetta séu mistök hrein og klár,“ segir Hilmar.

Hilmar Sigurðsson: Þriðjungs niðurskurður kallaður vöxtur

Hilmar Sigurðsson forstjóri Sagafilm bregst við fréttatilkynnningu Menningar- og viðskiptaráðuneytisins um áframhaldandi vöxt íslenskrar kvikmyndagerðar á Fésbókarsíðu sinni og tekur fast til orða.

Fréttablaðið skrifar um 35% endurgreiðsluna og niðurskurð Kvikmyndasjóðs

"Vonandi verður hægt að finna gistingu handa öllum," segir Garðar Örn Úlfarsson í leiðara Fréttablaðsins um fyrirhugað kvikmyndastórverkefni og hækkun á endurgreiðslu. Hann bætir við: "Að minnsta kosti verða kvikmyndagerðarmenn sem eru að taka upp íslenskt efni ekki að þvælast jafn mikið fyrir og áður því framlag ríkisins í Kvikmyndasjóð til þeirra verður lækkað um 433 milljónir króna á næsta ári og verður 1.095 milljónir."

Laufey um fyrirhugaðan niðurskurð: Kemur sér mjög illa fyrir greinina

Laufey Guðjónsdóttir forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands ræddi við fréttastofu RÚV í kvöldfréttum útvarps um fyrirhugaðan niðurskurð til Kvikmyndamiðstöðvar.

Gert ráð fyrir verulegum niðurskurði á Kvikmyndasjóði í fjárlagafrumvarpi 2023

Í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023 er gert ráð fyrir miklum niðurskurði á framlögum til kvikmyndagerðar frá fyrra ári. Þá virðist ekki gert ráð fyrir mikilli aukningu í endurgreiðslum á næsta ári.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR