Hilmar Sigurðsson: Þriðjungs niðurskurður kallaður vöxtur

Hilmar Sigurðsson forstjóri Sagafilm bregst við fréttatilkynnningu Menningar- og viðskiptaráðuneytisins um áframhaldandi vöxt íslenskrar kvikmyndagerðar á Fésbókarsíðu sinni og tekur fast til orða.

Hilmar skrifar:

Bullshit! Nýr sjónvarpssjóður drepinn í fæðingu! Nýrri kvikmyndastefnu vikið til hliðar þrátt fyrir samþykki ríkisstjórnarinnar á henni! Tveggja ára aðlögun að nýrri stefnu sturtað niður! Vona bara að Hollywood berin verði ekki of súr og við endum að verða þjónustunýlenda fyrir draumaverksmiðjuna?! Kanada er nærtækt víti til varnaðar. Og leyfa sér að kalla 33% niðurskurð vöxt! Aftur og enn einu sinni er íslenskri kvikmyndagerð slátrað! 12-15 íslenskar þáttaraðir hefðu geta verið framleiddar fyrir þessa einu bandarísku og hefðu skilað meira virði, fleiri störfum, meiri skatttekjum og allar hefðu verið á íslensku! Vona bara að það hafi verið gaman að fá að nudda sér upp við Hollywood sem hlær alla leið í bankann!

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR