Stuttmyndin Munda eftir Tinnu Hrafnsdóttur, var um helgina valin besta íslenska stuttmyndin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Northern Wave sem fór fram í 10. skipti dagana 27.-29. október.
Sumarbörn Guðrúnar Ragnarsdóttur mun taka þátt í keppni á Black Nights Film Festival í Tallinn í Eistlandi þar sem hún keppir í flokki fyrstu kvikmynda leikstjóra. Hátíðin, sem telst til A-hátíða, fer fram í seinni hluta nóvember.
"Í Fjallkóngum er fjallað um venjulegt fólk og það sem meira er, það er gert með hlýju og nærgætni. Þá er efninu miðlað með óvenjulegri djörfung miðað við form sambærilegra mynda undanfarin ár og áratugi," skrifar Björn Þór Vilhjálmsson lektor í kvikmyndafræði meðal annars í ítarlegri greiningu um heimildamyndina Fjallkónga.
Drama Quarterly fjallar um þáttaröðina Stellu Blómkvist sem verður til sýnis í Sjónvarpi Símans og á Viaplay í lok nóvember. Rætt er við Óskar Þór Axelsson leikstjóra, Kjartan Þór Þórðarson framleiðenda, Heiðu Rún Sigurðardóttur (Heiðu Reed) sem fer með aðalhlutverkið og Jóhann Ævar Grímsson aðalhandritshöfund.
Ungar Nönnu Kristínar Magnúsdóttur var valin besta stuttmyndin á Push Film Festival sem fram fór í Bristol í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Þetta eru sjöttu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.
Áheyrnarprufur fyrir talsetningu teiknimyndarinnar Lói - þú flýgur aldrei einn fara fram í Smárabíói laugardaginn 21. október frá 10 til 14. Leitað er að strák á aldrinum 10-14 til þess að talsetja Lóa og stelpu á sama aldri til að talsetja Lóu.
MIPCOM markaðurinn fer fram í Cannes í Frakklandi þessa vikuna, en þar koma saman helstu fyrirtæki á heimsvísu til að selja, sýna og kaupa nýtt sjónvarpsefni af öllum toga. Sagafilm tekur nú þátt í markaðinum í tuttugasta sinn og kynnir þar fjölda verkefna.
Kvikmyndin Tryggð í leikstjórn Ásthildar Kjartansdóttur er nú hálfnuð í tökum. Myndin er byggð á skáldsögunni Tryggðarpantur eftir Auði Jónsdóttur sem kom út árið 2006 og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna sama ár. Framleiðendur eru þær Eva Sigurðardóttir fyrir Askja Films ásamt Ásthildi og fyrirtæki hennar Rebella Filmworks. Þær hafa kynnt til sögunnar ýmsar nýjungar í upptökuferlinu.
Björk Guðmundsdóttir hefur sent frá sér aðra Facebook færslu þar sem hún lýsir ýmsum atvikum í samskiptum sínum við Lars von Trier meðan á tökum á Dancer in the Dark stóð. Í færslunni segist hún telja að þessi atvik flokkist undir kynferðislegt áreiti.
Brynja Hjálmsdóttir skrifar um Sumarbörn Guðrúnar Ragnarsdóttur í Morgunblaðið og segir titilinn endurspegla stemninguna í myndinni þar sem ljóðrænni og barnslegri bjartsýni sé fléttað saman við þrúgandi alvöru lífsins. Hún gefur myndinni þrjár og hálfa stjörnu.
Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Wave fagnar 10 ára afmæli sínu helgina 27.-29. október næstkomandi í Frystiklefanum á Rifi. Á hátíðinni verða sýndar rúmar 70 alþjóðlegar og íslenskar stuttmyndir, íslensk tónlistarmyndbönd og blanda af íslenskum og erlendum myndbandsverkum. Edda Björgvinsdóttir leikkona og kollegi hennar Monica Lee Bellais frá Bandaríkjunum, verða heiðursgestir.
Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona segir að hún hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu kvikmyndaleikstjóra þegar hún lék í mynd hans. Þetta kemur fram á Facebook síðu hennar og þó leikstjórinn sé ekki nafngreindur má ljóst vera að hún á við Lars von Trier sem leikstýrði henni í Dancer in the Dark. Von Trier hafnar ásökunum Bjarkar, sem og Peter Aalbæk Jensen framleiðandi hans.
Norski leikstjórinn Morten Tyldum (The Imitation Game) hyggst ráðast í gerð þáttaraðar sem byggð verður á bók Bergsveins Birgissonar, Leitin að svarta víkingnum. Paramount Pictures og Anonymous Content framleiða. Þættirnir verða á ensku en Tyldum vonast til að filma í Noregi.