spot_img

„Ég man þig“ verðlaunuð í Þýskalandi

Úr Ég man þig.

Ég man þig eftir Óskar Þór Axelsson hlaut aðalverðlaunin á þýsku kvikmyndahátíðinni Fantasy Film Fest en tíu kvikmyndir tóku þátt í aðalkeppninni. Þetta eru fyrstu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.

Hátíðin er hald­in í 31. skipti í ár og fór fram í sjö stærstu borg­um Þýska­lands í sept­em­ber.

Í um­sögn dóm­ara seg­ir að Ég man þig sé sál­fræðihroll­vekja og ein svaka­leg­asta drauga­mynd seinni ára. Þá er sagt að hand­ritið sé listi­lega vel skrifað, kvik­mynda­tak­an öll hin glæsi­leg­asta und­ir styrkri leik­stjórn Óskars Þórs Ax­els­son­ar. Um­sögn­in er botnuð með þeim orðum að svona eigi að gera al­vöru kvik­mynd.

Morgunblaðið skýrir frá: Ég man þig vinnur til verðlauna í Þýskalandi

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR