Heimildamyndin Salóme eftir Yrsu Rocu Fannberg hlaut aðalverðlaun Nordisk Panorama hátíðarinnar nú rétt í þessu. Myndin hlaut einnig áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar sem fram fór í vor og verður sýnd í Bíó Paradís í nóvember.
Benedikt Erlingsson hlaut verðlaun sem besti leikstjórinn fyrir mynd sína Hross í oss á Eurasia International Film Festival sem fram fór í Almaty í Khazakstan 15.-20. september.
Ágúst Guðmundsson leikstjóri og framleiðandi kvikmyndarinnar Ófeigur gengur aftur segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum sínum við YouTube og sérlega ósvífinn höfundarréttarbrotamann.