Út er komin bókin Women in the International Film Industry: Policy, Practice and Power hjá Palgrave Macmillan útgáfunni í Bretlandi og fjallar um stöðu kvenna í kvikmyndaiðnaði ýmissa landa. Ritstjóri er Susan Liddy en íslenski kaflinn er skrifaður af Guðrúnu Elsu Bragadóttur doktorsnema.
„Prýðilegt kynningarrit fyrir erlenda lesendur sem áhugasamir eru um íslenska kvikmyndagerð,“ segir Björn Þór Vilhjálmsson bókarýnir Víðsjár um yfirlitsritið A History of Icelandic Film eftir Kanadamanninn Steve Gravestock.
"Með sigg á sálinni er skemmtileg aflestrar en er fjarri því sá minnisvarði um feril og lífshlaup Friðriks Þórs Friðrikssonar sem leikstjórinn verðskuldar," segir Björn Þór Vilhjálmsson bókarýnir Víðsjár meðal annars í umsögn sinni um bókina.
Steve Gravestock, einn dagskrárstjóra Toronto hátíðarinnar, hefur gefið út bók um sögu íslenskra kvikmynda, A History of Icelandic Film. Gravestock þekkir vel til íslenskrar kvikmyndagerðar, en hann hefur haft umsjón með vali kvikmynda frá Norðurlöndum í yfir 20 ár.
Arnar Elísson kvikmyndafræðingur hefur gefið út bókina Kvikmyndafræði fyrir framhaldsskóla sem er hugsuð sem kennslubók í kvikmyndafræðum. Í bókinni, sem er ókeypis og hægt að hlaða niður, er fjallað um helstu hugtök í kvikmyndafræðum og farið yfir helstu áfanga kvikmyndasögunnar. Sérstakur kafli er um íslenskar kvikmyndir.
Egils sögur - á meðan ég man kallast minningabók Egils Ólafssonar tónlistarmanns og leikara, sem nýkomin er út. Páll Valsson skrásetur, en JPV gefur út. Klapptré fékk góðfúslegt leyfi höfunda og forleggjara til að birta stuttan kafla úr bókinni þar sem segir af Hrafni Gunnlaugssyni, sænska leikaranum Sune Mangs og gerð kvikmyndarinnar Í skugga hrafnsins þar sem Egill fór með stórt hlutverk.
Arnar Elísson kvikmyndafræðingur hefur gefið út bókina Heimspeki og kvikmyndir. Bókin notar kvikmyndir sem kveikjur og kennsluefni til þess að fjalla um heimspekileg viðfangsefni, siðfræðileg álitamál, fagurfræðileg þemu og gagnrýna hugsun.
Ný skáldsaga Vals Gunnarssonar, Síðasti elskhuginn, hefst í Bíó Paradís. Af því tilefni verður kvikmyndin The Decline of the American Empire eftir Denys Arcand sýnd í bíóinu n.k. laugardag, 9. nóvember, kl. 18 sem hluti af útgáfuhófi bókarinnar. Valur mun ræða sögusvið skáldsögu sinnar á undan sýningu myndarinnar.