Heim Bækur Einar Kárason skrifar ævisögu Friðriks Þórs

Einar Kárason skrifar ævisögu Friðriks Þórs

-

Með sigg á sálinni: Saga Friðriks Þórs Friðrikssonar eftir Einar Kárason kemur út næsta laugardag.

Í kynningu um bókina segir:

Þegar tveir miklir sagnameistarar leggja saman verður útkoman safarík. Lífsferill Friðriks Þórs hefur verið bæði ævintýralegur og öfgafullur. Hér segir frá fjölmörgum litríkum karakterum, sumum heimsþekktum, sumum af botni mannfélagsins, sumum ósköp venjulegum – en alltaf tekst þeim félögum að draga fram húmor eða harmleiki sem gera þá ógleymanlega.

Blásið verður til útgáfufagnaðar laugardaginn 16. nóvember kl. 16 í Marshallhúsinu. Þar munu Einar og Friðrik kynna bókina ásamt því sem höfundur les upp. Bókin verður til sölu á staðnum á sérstöku kynningarverði.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.