spot_img

[Stikla] Þáttaröðin „Brot“ hefst á RÚV 26. desember

Stikla spennuþáttaraðarinnar Brot (The Valhalla Murders) í leikstjórn Þórðar Pálssonar, Davíðs Óskars Ólafssonar og Þóru Hilmarsdóttur, hefur verið opinberuð. Þættirnir, sem eru alls átta talsins, hefja göngu sína 26. desember á RÚV.

Árið 2017 gengur raðmorðingi laus í Reykjavík. Þrjú fórnarlömb finnast með stuttu millibili, allt eldri borgarar, sem vekur óhug í samfélaginu. Þegar lögreglan rannsakar málið koma í ljós óhugnanlegir atburðir úr fortíðinni sem varpa ljósi á morðin.

Með helstu hlutverk fara Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Thors.

Handrit skrifa Margrét Örnólfsdóttir, Óttar Norðfjörð, Mikael Torfason og Otto Geir Borg. Framleiðendur eru Kristinn Þórðarson, Davíd Óskar Ólafsson og Leifur Dagfinnsson fyrir Truenorth og Mystery Island. Árni Filippusson sér um kvikmyndatöku og Heimir Sverrisson gerir leikmynd. Valdís Óskarsdóttir og Sigurður Eyþórsson klippa og Helga Rós V. Hannam gerir búninga.

Kvikmyndamiðstöð Íslands, RÚV og Netflix koma að fjármögnun.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR