HeimEfnisorðDavíð Óskar Ólafsson

Davíð Óskar Ólafsson

[Stikla] Þáttaröðin TROM komin á Viaplay í heild sinni

Þáttaröðin Trom er komin í heild sinni á efnisveituna Viaplay. Stikla verksins er komin út. REinvent Studios í Danmörku framleiðir þættina í samvinnu við Kyk Pictures í Færeyjum og Truenorth á Íslandi.

[Kitla] Þáttaröðin TROM frumsýnd á Viaplay 13. febrúar

Þáttaröðin Trom verður frumsýnd á efnisveitunni Viaplay þann 13. febrúar. Kitla verksins er komin út. REinvent Studios í Danmörku framleiðir þættina í samvinnu við Kyk Pictures í Færeyjum og Truenorth á Íslandi.

[Stikla] Þáttaröðin „Brot“ hefst á RÚV 26. desember

Stikla spennuþáttaraðarinnar Brot (The Valhalla Murders) í leikstjórn Þórðar Pálssonar, Davíðs Óskars Ólafssonar og Þóru Hilmarsdóttur, hefur verið opinberuð. Þættirnir, sem eru alls átta talsins, hefja göngu sína 26. desember á RÚV.

Þáttaröð um raðmorðingja í Reykjavík í undirbúningi

Þáttaröðin The Valhalla Murders er nú í undirbúningi en stefnt er að sýningum veturinn 2018 á RÚV. Þættirnir fjalla um raðmorðingja í Reykjavík og tvinnast  einkalíf tveggja rannsóknarlögreglumanna sem stýra rannsókn málsins saman við. Vísir fjallar um málið og ræðir við leikstjóra og handritshöfund þáttanna, Þórð Pálsson.

X-faktorinn í íslensku sjónvarpsefni

Morgunblaðið fjallar um leikið íslenskt sjónvarpsefni og möguleika þess á alþjóðlegum markaði. Rætt er við Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra RÚV og Davíð Óskar Ólafsson framleiðanda Fanga um stöðuna og horfur framundan.

[Stikla] „Autumn Lights“, bandarísk/íslensk spennumynd tekin á Íslandi, kemur í október

Bandarísk/íslenska spennumyndin Autumn Lights, sem tekin var upp hér á landi á síðasta ári, verður frumsýnd í Bandaríkjunum í október. Mystery er meðframleiðandi myndarinnar, sem jafnframt skartar íslenskum leikurum og starfsliði. Myndin verður sýnd í Bíó Paradís í byrjun nóvember.

Truenorth og Mystery snúa bökum saman

True North og Mystery vinna nú saman að þróun átta nýrra kvikmynda, þar á meðal myndar sem byggð er á Geirfinnsmálinu og Óskar Jónasson mun leikstýra.

Þáttaröðin „Fangar“ fær um 27 milljóna króna styrk frá Norræna sjóðnum

Þáttaröðin Fangar fékk á dögunum tæplega 27 milljóna króna styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Verkefnið, sem fer í tökur í vor undir stjórn Ragnars Bragasonar, hefur þegar verið selt til norrænu sjónvarpsstöðvanna og víðar auk RÚV. Mystery framleiðir.

Þáttaröðin „Fangar“ verður sýnd á öllum Norðurlöndunum og víðar

Sjón­varpsþáttaröðin Fang­ar verður sýnd á öllum ríkissjónvarpsstöðum Norður­landanna, DR í Dan­mörku, NRK í Nor­egi, SVT í Svíþjóð og YLE í Finn­landi auk RÚV á Íslandi. Þá hefur hún einnig verið seld til Canal+ í Póllandi. Sölu­fyr­ir­tækið Global Screen annast sölu á alþjóðlegum vettvangi, en tökur á þáttaröðinni hefjast á vormánuðum undir stjórn Ragnars Bragasonar.

Þrettán íslenskar myndir á norrænum kvikmyndafókus í Sao Paulo

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Sao Paulo í Brasilíu stendur fyrir stærðarinnar norrænum fókus frá 22. október – 4. nóvember þar sem fjöldi kvikmynda frá Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi verða sýndar. Íslensku myndirnar eru 13 talsins.

Sjónvarpsþáttaröðin „Fangar“ í tökur á næsta ári

Sjónvarpsþáttaröðin Fangar hefur hlotið stuðning Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og tökur eru fyrirhugaðar um mitt næsta ár. Framleiðendur eru Davíð Óskar Ólafsson og Árni Filippusson fyrir Mystery Productions (Á annan veg, Málmhaus, Bakk).

Rás 2 um „Bakk“: Vel heppnuð og hugguleg sumarmynd

Hulda G. Geirsdóttir fjallaði um Bakk Gunnars Hanssonar og Davíðs Óskars Ólafssonar í Popplandi Rásar 2 og segir myndina hlýlega, skemmtilega og fyrirtaks afþreyingu fyrir fólk á flestum aldri.

DV um „Bakk“: Spólað í sama farinu

Valur Gunnarsson skrifar í DV um kvikmynd Davíðs Óskars Ólafssonar og Gunnars Hanssonar, Bakk - og segir hana mögulega virka fyrir einhverja sem létta og skemmtilega sumarskemmtun.

Fréttablaðið um „Bakk“: Vellíðunarinnspýting fyrir sumarið

Kjartan Már Ómarsson skrifar umsögn í Fréttablaðið um kvikmyndina Bakk eftir Gunnar Hansson og Davíð Óskar Ólafsson. Hann er hinn ánægðasti og gefur myndinni fimm stjörnur af fimm mögulegum.

Sýningar á „Bakk“ hefjast á morgun, föstudag

Almennar sýningar á gamanmyndinni Bakk eftir Gunnar Hansson og Davíð Óskar Ólafsson hefjast á morgun. Myndin var frumsýnd í Háskólabíói í gærkvöldi fyrir fullu húsi og við góðar undirtektir.

„Bakk“ plakatið er hér, frumsýning í byrjun maí

Plakat kvikmyndarinnar Bakk hefur verið afhjúpað. Ómar Hauksson er hönnuður en Árni Filippusson, sem jafnframt er tökumaður og einn framleiðenda myndarinnar, sá um myndatöku. Bakk verður frumsýnd í byrjun maí.

„Bakk“ stiklan er hér

Stikla fyrir kvikmyndina Bakk í leikstjórn Davíðs Óskars Ólafssonar og Gunnars Hanssonar hefur verið opinberuð. Fyrirhugað er að sýna myndina á vormánuðum.

„Bakk“ kitlan er hér

Kitla gamanmyndarinnar Bakk í leikstjórn Gunnars Hanssonar og Davíðs Óskars Ólafssonar hefur verið opinberuð og má skoða hana hér. Áætlað er að frumsýna myndina um næstu páska.

Bíómyndin „Bakk“ í tökur í ágúst

Tökur á bíómyndinni Bakk í leikstjórn Gunnars Hanssonar og Davíðs Óskars Ólafssonar, hefjast í ágústbyrjun og standa fram í september. Myndin segir frá tveimur æskuvinum sem ákveða að bakka hringinn í kringum Ísland til styrktar langveikum börnum. 

Tökur á „Afanum“ að hefjast

Tökur hefjast á morgun laugardag á kvikmynd Bjarna Hauks Þórssonar, Afinn. Áætlað er að þær standi til 15. apríl. Verkið er byggt á samnefndu leikriti Bjarna Hauks sem naut mikilla vinsælda á sínum tíma. Sigurður Sigurjónsson fer með aðalhlutverkið.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR