Þáttaröðin „Fangar“ fær um 27 milljóna króna styrk frá Norræna sjóðnum

Frá vinstri: Margrét Örnólfsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Nina Dögg Filippusdóttir, Ragnar Bragason, Davíð Óskar Ólafsson, Árni Filippusson.
Frá vinstri: Margrét Örnólfsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Nina Dögg Filippusdóttir, Ragnar Bragason, Davíð Óskar Ólafsson, Árni Filippusson.

Þáttaröðin Fangar fékk á dögunum tæplega 27 milljóna króna styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Verkefnið, sem fer í tökur í vor undir stjórn Ragnars Bragasonar, hefur þegar verið selt til norrænu sjónvarpsstöðvanna og víðar auk RÚV. Mystery framleiðir.

Hér má lesa viðtal við Ragnar sem birtist á vef Norræna sjóðsins.

Þáttaröðin, sem þegar hefur fengið stuðning Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, fjallar um aðalpersónuna Lindu og hvernig líf hennar hrynur þegar hún er færð í kvennafangelsi í Kópavogi eftir að hafa ráðist á föður sinn, þekktan mann úr viðskiptalífinu og veitt honum lífshættulega áverka. Í fangelsinu, sem minnir meira á heimavist og er staðsett í blómlegu íbúðarhverfi við hlið leikskóla, hittir Linda fyrir aðrar konur sem hafa farið út af sporinu í lífinu, misharnaða glæpamenn sem allar hafa sögu að segja úr heimi grimmdar og ofbeldis.

Handrit skrifa Ragnar og Margrét Örnólfsdóttir, en þáttaröðin er byggð á hugmynd Unnar Aspar Stefánsdóttur og Nínu Daggar Filippusdóttur.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR