HeimEfnisorðMystery

Mystery

Ný þáttaröð Ragnars Bragasonar og Jóns Gnarr fær rúmar 18 milljónir króna frá Norræna sjóðnum

Þáttaröðin Felix og Klara, sem skrifuð er af Ragnari Bragasyni og Jóni Gnarr, hefur hlotið rúmlega 18 milljón króna styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Mystery framleiðir fyrir RÚV.

[Stikla] Þáttaröðin „Brot“ hefst á RÚV 26. desember

Stikla spennuþáttaraðarinnar Brot (The Valhalla Murders) í leikstjórn Þórðar Pálssonar, Davíðs Óskars Ólafssonar og Þóru Hilmarsdóttur, hefur verið opinberuð. Þættirnir, sem eru alls átta talsins, hefja göngu sína 26. desember á RÚV.

[Stikla] „Autumn Lights“, bandarísk/íslensk spennumynd tekin á Íslandi, kemur í október

Bandarísk/íslenska spennumyndin Autumn Lights, sem tekin var upp hér á landi á síðasta ári, verður frumsýnd í Bandaríkjunum í október. Mystery er meðframleiðandi myndarinnar, sem jafnframt skartar íslenskum leikurum og starfsliði. Myndin verður sýnd í Bíó Paradís í byrjun nóvember.

Truenorth og Mystery snúa bökum saman

True North og Mystery vinna nú saman að þróun átta nýrra kvikmynda, þar á meðal myndar sem byggð er á Geirfinnsmálinu og Óskar Jónasson mun leikstýra.

Þáttaröðin „Fangar“ fær um 27 milljóna króna styrk frá Norræna sjóðnum

Þáttaröðin Fangar fékk á dögunum tæplega 27 milljóna króna styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Verkefnið, sem fer í tökur í vor undir stjórn Ragnars Bragasonar, hefur þegar verið selt til norrænu sjónvarpsstöðvanna og víðar auk RÚV. Mystery framleiðir.

Þáttaröðin „Fangar“ verður sýnd á öllum Norðurlöndunum og víðar

Sjón­varpsþáttaröðin Fang­ar verður sýnd á öllum ríkissjónvarpsstöðum Norður­landanna, DR í Dan­mörku, NRK í Nor­egi, SVT í Svíþjóð og YLE í Finn­landi auk RÚV á Íslandi. Þá hefur hún einnig verið seld til Canal+ í Póllandi. Sölu­fyr­ir­tækið Global Screen annast sölu á alþjóðlegum vettvangi, en tökur á þáttaröðinni hefjast á vormánuðum undir stjórn Ragnars Bragasonar.

„Bakk“ plakatið er hér, frumsýning í byrjun maí

Plakat kvikmyndarinnar Bakk hefur verið afhjúpað. Ómar Hauksson er hönnuður en Árni Filippusson, sem jafnframt er tökumaður og einn framleiðenda myndarinnar, sá um myndatöku. Bakk verður frumsýnd í byrjun maí.

„Bakk“ stiklan er hér

Stikla fyrir kvikmyndina Bakk í leikstjórn Davíðs Óskars Ólafssonar og Gunnars Hanssonar hefur verið opinberuð. Fyrirhugað er að sýna myndina á vormánuðum.

„Bakk“ kitlan er hér

Kitla gamanmyndarinnar Bakk í leikstjórn Gunnars Hanssonar og Davíðs Óskars Ólafssonar hefur verið opinberuð og má skoða hana hér. Áætlað er að frumsýna myndina um næstu páska.

Bíómyndin „Bakk“ í tökur í ágúst

Tökur á bíómyndinni Bakk í leikstjórn Gunnars Hanssonar og Davíðs Óskars Ólafssonar, hefjast í ágústbyrjun og standa fram í september. Myndin segir frá tveimur æskuvinum sem ákveða að bakka hringinn í kringum Ísland til styrktar langveikum börnum. 

Árni Filippusson í viðtali um ferilinn og verkefnin framundan

Árni Filippusson framleiðandi hjá Mystery Productions og tökumaður er fulltrúi Íslands í Producer on the Move þetta árið. Cineuropa ræddi við hann um hvernig hann komst inní bransann og verkefnin framundan.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR