Bíómyndin „Bakk“ í tökur í ágúst

Davíð Óskar Ólafsson og Gunnar Hansson leikstýra Bakk í sameiningu.
Davíð Óskar Ólafsson og Gunnar Hansson leikstýra Bakk í sameiningu.

Tökur á bíómyndinni Bakk í leikstjórn Gunnars Hanssonar og Davíðs Óskars Ólafssonar, hefjast í ágústbyrjun og standa fram í september. Myndin segir frá tveimur æskuvinum sem ákveða að bakka hringinn í kringum Ísland til styrktar langveikum börnum.

Gunnar Hansson, Víkingur Kristjánsson og Saga Garðarsdóttir fara með aðalhlutverk myndarinnar en í öðrum helstu hlutverkum eru Þorsteinn Gunnarsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Hanna María Karlsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Halldóra Geirharðsdóttir og Jóhannes Haukur Jóhannesson.

Mystery framleiðir, tökumaður er Árni Filippusson.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR