iSTV í loftið í kvöld

Merki iSTV.
Merki iSTV.

Útsendingar nýrrar sjónvarpsstöðvar, iSTV, hefjast í kvöld. Stöðin sýnir eingöngu íslenskt efni. Hægt verður að horfa á stöðina gegn­um mynd­lykla Sím­ans og Voda­fo­ne til að byrja með og fljót­lega á net­inu.

Á bakvið iSTV eru þrett­án áhuga­menn um ís­lenska þátta- og kvik­mynda­gerð, en sjón­varps­stjóri er Jón E. Árna­son. Guðmund­ur Týr Þór­ar­ins­son, betur þekktur sem Mummi í Mótorsmiðjunni, er dagskrárstjóri og Björn T. Hauksson, betur þekktur sem Bonni ljósmyndari, er markaðsstjóri.

Í samtali við Morgunblaðið segir Guðmundur Týr meðal annars:

„Það verður ein­blínt á okk­ur sem þjóð í þessu. Hér munu fæðast stjörn­ur sem stóru stöðvarn­ar munu svo kaupa.“

Guðmundur Týr segir þrett­án hlut­haf­a koma að verk­efn­inu. Eng­ar skuld­ir eru á fé­lag­inu, aðstand­end­ur stöðvar­inn­ar eiga öll tæki og tól, því standi fé­lagið vel í byrj­un og rekst­ur­inn verði frek­ar ein­fald­ur og ódýr.  iSTV verður til húsa í gömlu heilsu­vernd­ar­stöðinni í Reykja­vík.

Á hverju kvöldi vik­unn­ar verða um þrjár til fjór­ar frum­sýn­ing­ar, hver í 30 mín­útna hólfi frá átta á kvöld­in fram til tíu eða ell­efu. Um helg­ar verður svo sýnt frá því besta í vik­unni  og í há­deg­inu á sunnu­dög­um verður þjóðmálaþátt­ur.

Sunnu­dags­kvöld­in verða svo einskon­ar alþýðukvöld, þar sem opnað verður fyr­ir sýn­ing­ar á ís­lensk­um stutt- og heim­ild­ar­mynd­um sem leyn­ast í hill­um lands­manna.

Sjá nánar hér: „Hér munu fæðast stjörnur“ – mbl.is.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR