spot_img

iSTV í loftið í júlíbyrjun

Merki iSTV.
Merki iSTV.

Ný sjónvarpsstöð, iSTV, fer í loftið í byrjun júlí. Stöðin mun eingöngu senda út innlent efni og verður sjáanleg á netinu og á kerfi Vodafone. Klapptré lagði nokkrar spurningar fyrir dagskrárstjórann, Mumma Tý Þórarinsson.

Klapptré: Hvaða aðilar standa að iSTV?

Mummi Týr Þórarinsson dagskrárstjóri iSTV.
Mummi Týr Þórarinsson dagskrárstjóri iSTV.

Mummi: Hluthafar eru nokkuð margir með smáhlut og kann ég ekki að nefna þá. Þetta er allt fólk sem hefur ekkert komið nálægt fjölmiðlum áður nema ég og Bonni ljósmyndari. Það eru engin trúar-eða stjórnmálasamtök á bak við stöðina. Sem dagskrárstjóri er ég algerlega frjáls og óháður ytri afskiptum. Nema að gera skemmtilega stöð fyrir land og lýð.

Á hvað mun stöðin leggja mesta áherslu á?

Stöðin leggur eingöngu áherslu á íslenskt efni: afþreyingu, skemmtun og kynningarefni framleitt af Íslendingum fyrir Íslendinga (en enginn nationalismi samt). Við erum komin með lógóið okkar í loftið en formlegar útsendingar hafa tafist vegna tæknivesens sem nú er að sjá fyrir endann á… og hver dagur telur núna eins og staðan er. Framleiðsla er í „full swing“ en þetta er allt „low budget hit and run“ dagskrágerð með fullt af ungu kvikmyndagerðarfólki sem og eldra. Við framleiðum 21 þátt á viku í hálftíma slott.

Hvernig verður stöðin fjármögnuð?

Stöðin verður fjármögnuð með auglýsingum og verður í opinni dagskrá…  á meðan ég ræð einhverju. Hluthafar lögðu til hlutafé og vinnuframlag til að koma henni upp.

Vefur iSTV er hér.

Facebook síða iSTV er hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR