Daglegt færslusafn: Feb 2, 2014

„Hross í oss“ hlaut áhorfenda- og gagnrýnendaverðlaunin í Gautaborg

Gautaborgarhátíðinni lýkur í dag en þar hefur íslenskum kvikmyndum verið gert hátt undir höfði. Verðlaunaafhending fór fram í gær og hlaut Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson áhorfendaverðlaun hátíðarinnar sem og verðlaun FIPRESCI, alþjóðasamtaka gagnrýnenda. Myndin hefur því hlotið alls 13 verðlaun hingað til.