FYRIRLESTUR | Getum við skapað 5000 ný störf í íslenskum kvikmyndaiðnaði á næstu fimm árum? Getum við gert kvikmyndagerð að jafnoka sjávarútvegs, stóriðju eða ferðamennsku í íslensku efnahagslífi? Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi og stjórnarformaður Kvikmyndaskóla Íslands, lætur sig dreyma stórt.
Hross í oss Benedikts Erlingssonar hlaut áhorfendaverðlaunin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tromsö sem lauk í gær. Þetta eru 11. verðlaun myndarinnar.
Sænsk-íslenska söng og leikkonan Edda Magnason er tilnefnd til sænsku kvikmyndaverðlaunanna Guldbaggen fyrir aðalhlutverkið í kvikmyndinni Monica Z. Verðlaunin verða afhent í kvöld. Sverrir Guðnason er tilnefndur fyrir besta leik í aukahlutverki karla fyrir sömu kvikmynd.
Tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Fortitude hefjast í dag í London og verða meðal annars tekin upp atriði með Birni Hlyni Haraldssyni og Stanley Tucci. Von er á Sofie Grabol og fleirum á morgun. Tökur á Reyðarfirði hefjast innan skamms.
Hin 23 ára Margot Robbie, sem hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir leik sinn í The Wolf of Wall Street eftir Martin Scorsese, mun fara með aðalhlutverkið í Z for Zachariah sem Zik Zak kvikmyndir framleiða ásamt Sigurjóni Sighvatssyni og Tobey Maguire.