Edda og Sverrir tilnefnd til Guldbaggen verðlaunanna

Edda Magnason í Monica Z.
Edda Magnason í Monica Z.

Sænsk-íslenska söng og leikkonan Edda Magnason er tilnefnd til sænsku kvikmyndaverðlaunanna Guldbaggen fyrir aðalhlutverkið í kvikmyndinni Monica Z. Verðlaunin verða afhent í kvöld. Sverrir Guðnason er tilnefndur fyrir besta leik í aukahlutverki karla fyrir sömu kvikmynd.

Sverrrir Guðnason í Monica Z.
Sverrrir Guðnason í Monica Z.

Kvikmyndin fjallar um sænsku söng- og leikkonuna Monicu Zetterlund og söguna af því hvernig hún varð fræg jazzsöngkona í New York á sjöunda áratug síðustu aldar. Kvikmyndin Monica Z er einnig tilnefnd meðal annars sem besta myndin, fyrir bestu leikstjórn og bestu tónlist.

RÚV segir frá: Edda og Sverrir tilnefnd til Guldbaggen | RÚV.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR