"Sjónvarp er menningarmiðill. Sjónvarp er þing. Sjónvarpið okkar hefur á liðnum árum verið og er enn leikhús, bíó, kappleikur, bókasafn, skóli, leikvöllur og samkomuhús. Sjónvarpið okkar er rödd lýðræðisþjóðar," segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV.
RÚV hefur undirritað rammasamning við DR Sales, söludeild Danmarks Radio, sem felur í sér að DR Sales mun sjá um að markaðssetja, selja og fjármagna dagskrárefni í eigu og meðframleiðslu RÚV um allan heim.
Ég óska RÚV - sjónvarpi allra landsmanna hjartanlega til hamingju með daginn og hálfrar aldar tilveru. Þessi merka menningarstofnun hefur alltaf verið nálæg í mínu lífi, ekki bara vegna þess að ég hef unnið ýmiskonar efni fyrir Sjónvarpið í bráðum þrjátíu ár, heldur kannski enn frekar vegna þess að faðir minn, Sverrir Kr. Bjarnason, var í hópi þeirra sem bjuggu Sjónvarpið til.
Í tilefni þess að pólska kvikmyndin United States of Love verður sýnd á RIFF, endurbirtum við viðtal Ásgeirs H. Ingólfssonar við leikstjórann Tomasz Wasilewski sem tekið var á Berlínarhátíðinni síðustu þar sem myndin hlaut verðlaun fyrir besta handritið (viðtalið birtist upphaflega þann 10. mars s.l.).
RIFF hefst á morgun og sýnir um 70 kvikmyndir á 11 dögum auk ýmiskonar sérviðburða. Ég tíndi út tíu myndir (eða myndaraðir) sem mér þykja forvitnilegar - en endilega farið vel yfir úrvalið.
Einn heiðursgesta RIFF 2016 er indverska leikstýran Deepa Mehta. Morgunblaðið ræddi við hana um nýjustu mynd hennar, Anatomy of Violence, sem sýnd verður á hátíðinni.
Plakat spennumyndarinnar Grimmd eftir Anton Sigurðsson hefur verið afhjúpað. Myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum 21. október. Ný stikla myndarinnar er væntanleg.
Stikla úr sjónvarpsþáttunum Borgarstjórinn hefur verið opinberuð. Sýningar á þáttunum hefjast á Stöð 2 þann 16. október næstkomandi en alls eru 10 þættir í syrpunni.
Heimildamyndin InnSæi - the Sea within var sýnd í Rubin Museum á Manhattan í New York um helgina við góðar undirtektir. Íslandsfrumsýning myndarinnar verður á RIFF þann 6. október og mun hún síðan fara í almennar sýningar.
Stuttmyndirnar Ártún eftir Guðmund Arnar Guðmundsson og Regnbogapartý eftir Evu Sigurðardóttur hlutu báðar verðlaun á Ipsos Short Film Breaks hátíðinni í Rúmeníu. Sú fyrrnefnda hlaut fyrsta sætið en sú síðarnefnda það þriðja.
RVK Studios Baltasars Kormáks hefur gert samframleiðslusamning við tvö spænsk framleiðslufyrirtæki um gerð kvikmyndar sem byggð er á hinum alræmdu Baskavígum á Vestfjörðum á 17. öld.
Morgunblaðið ræðir við Alejandro Jodorowsky leikstjóra, en mynd hans Endless Poetry verður sýnd á RIFF. Jodorowsky átti að vera heiðursgestur hátíðarinnar að þessu sinni en kemst ekki af heilsufarsástæðum.
Ófærð er meðal 26 evrópskra þáttaraða sem hljóta tilnefningu til Prix Europa verðlaunanna í flokki leikins sjónvarpsefnis. Verðlaunaafhendingin fer fram síðla októbermánaðar.