Viðtal við Al­ej­andro Jodorow­sky

Alejandro Jodorowsky (Ljós­mynd/ Pascale Mont­andon).

Morgunblaðið ræðir við Al­ej­andro Jodorow­sky leikstjóra, en mynd hans Endless Poetry verður sýnd á RIFF. Jodorowsky átti að vera heiðursgestur hátíðarinnar að þessu sinni en kemst ekki af heilsufarsástæðum.

Úr viðtalinu, sem Anna Margrét Björnsson, tekur:

Sí­leski leik­stjór­inn Al­ej­andro Jodorow­sky kláraði kvik­mynd­ina End­less Poe­try með því að hefja söfn­un í gegn­um hóp­fjár­mögn­un á Indie Gogo. Tök­ur á kvik­mynd­inni, sem er önn­ur í seríu sjálfsævi­sögu, hans drógu úr hon­um þrek og hann sér sér ekki fært að koma til Íslands í þetta sinn sem heiður­gest­ur RIFF. Í hans stað kem­ur til lands­ins son­ur hans, Bront­is Jodorow­sky, sem lék meðal ann­ars í kvik­mynd föður síns, El Topo, frá 1970 og mun svara spurn­ing­um áhorf­enda og halda masterclass í tengsl­um við sýn­ing­ar RIFF á End­less Poe­try og Dance of Reality, sem er fyrsta mynd­in í sjálfsævi­sögu­serí­unni.

[…]

Hr. Jodorow­sky, kvik­mynd­in The Holy Mountain var sýnd í Reykja­vík síðastliðinn vet­ur og það var sleg­ist um miðana. Ég man eft­ir ung­um manni sem hélt á miðanum sín­um og starði á hann og sagði í sí­fellu: „Ég trúi þessu ekki, ég trúi þessu ekki.“ Hvers vegna held­ur þú að þessi mynd hafi ennþá svona mik­il áhrif á fólk í dag?

„Ég gerði þessa kvik­mynd til að búa til list. Til að búa til eitt­hvað hrein­skilið. Eitt­hvað sem skil­ur eitt­hvað eft­ir sig. Kvik­mynd­ir sem eru gerðar í gróðatil­gangi hafa stutt­an líf­tíma, eft­ir svona tvo mánuði ertu bú­inn að gleyma um hvað mynd­in fjallaði. En þegar þú horf­ir á list, þá er listamaður­inn alltaf til staðar í henni, sí­breyti­leg­ur. Verkið verður lif­andi, eins og mann­vera, þegar það er hrein­skilið. Ég held að ungt fólk sé oft að leita að kvik­mynd­um sem gefa því eitt­hvað, eitt­hvað sem er ekki bara afþrey­ing, held­ur eitt­hvað skemmti­legt, sem vek­ur það. Ég geri aldrei leiðin­leg­ar mynd­ir. Ég geri sterk­ar, mynd­ræn­ar mynd­ir, list. Ég er ekki að búa til eitt­hvað til að græða á því, hvort sem það eru pen­ing­ar, frægð eða aðdáun. Ég þurfti að bíða í þrjá­tíu ár eft­ir því að sýna Holy Mountain. Eng­inn vildi sýna þessa mynd og all­ir í kvik­myndaiðnaðinum hötuðu þessa mynd af því að hún aðlagaðist hon­um ekki. En unga fólkið sér þetta og skil­ur þetta.“

Býr ekki til kvik­mynd­ir til að græða á þeim

Þú þurft­ir að hóp­fjár­magna End­less Poe­try. Hvernig gekk það, og er eitt­hvert vit í því að búa til svona kvik­mynd­ir í dag?

„Ég segi nú að ég sé að gera þetta vegna þess að ég trúi því að líf mitt sé í list­inni. Ég er listamaður, ég er ekki viðskiptamaður. Og þá er mér sama hvort ég græði pen­inga eða ekki, það eina sem skipt­ir mig máli er að geta búið til mynd­ir og að finna pen­inga til þess að gera það. List er ekki viðskipti. Hóp­fjár­mögn­un­in gekk mjög vel. Ég var samt bú­inn að spara, ég hafði ekki gert kvik­mynd­ir í tutt­ugu ár þar til ég gerði Dance of Reality en þá missti ég allt.“ Hann skelli­hlær. Og þú hlærð? „Já! Ég er að búa til kvik­mynd­ir til að tapa pen­ing­um, ekki til að græða pen­inga.“ Og hann hlær ennþá meira. „Ég átti ör­lít­inn pen­ing til að byrja á næstu mynd. En ég hef ung­an aðstoðarmann, Xa­vier Gu­er­rero, sem sagði við mig að við gæt­um byrjað á henni, en aldrei klárað hana. Þá sagði ég hon­um að það væri fullt af bók­um til í heim­in­um sem hefðu aldrei verið kláraðar, en þær hefðu samt notið mik­illa vin­sælda. Þannig að við byrjuðum, en svo á miðju ferl­inu týndi ég töku­vél­inni minni. Þá stakk hann upp á hóp­fjár­mögn­un og það gekk mjög vel, við feng­um í kring­um eina millj­ón doll­ara og ég keypti nýja töku­vél. Ég kláraði mynd­ina og varð að heil­ög­um betl­ara!“

Hvers vegna ákvaðstu að gera sjálfsævi­sögu­leg­ar kvik­mynd­ir?

„Þegar ég var að gera fyrstu mynd­irn­ar mín­ar, The Holy Mountain, El Topo og Santa Sangre, þá var ég ung­ur og þekkti ekki þján­ing­ar lífs­ins. Þegar maður eld­ist þá miss­ir maður hluti. Maður miss­ir fjöl­skyldu og vini þegar þau deyja, maður miss­ir lík­ama sinn, og þá upp­götv­ar maður sál­ina í sjálf­um sér, og það sem býr í hjart­anu. Þá fær­ir maður fókus­inn frá höfðinu til hjart­ans og vill tala um til­finn­ing­arn­ar sem bær­ast í sálu manns og í hjart­anu. Og hvaða til­finn­ing­ar tal­ar maður um? Nú, sín­ar eig­in. Og þá fer ég að segja sög­una um líf mitt og hvernig það var, vegna þess að sér­hvert líf er eins og skáld­saga. Hver ein­asta mann­eskja, meira að segja leiðin­leg­asta mann­eskja sem þú þekk­ir, hef­ur eitt­hvað að segja. Þess vegna gerði ég þetta og er að gera.“

Viðtalið í heild má lesa hér: „Ég geri aldrei leiðinlegar myndir“ – mbl.is

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR