„Við erum búinir að taka nokkrar prufusýningar og þá er það bara þannig að konurnar öskra úr hlátri,“ segir Örn Marinó. „Já, þær hlæja hæst,“ bætir Þorkell við í spjalli við Bergstein Sigurðsson í Menningunni á RÚV um Síðustu veiðiferðina.
Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíó Paradísar er í ítarlegu viðtali við Reykjavik Grapevine þar sem hún fer yfir stöðuna hjá bíóinu þessa dagana og hvort möguleiki sé á að forða lokun í vor.
Davíð Roach Gunnarsson hjá Menningarvef RÚV tekur saman tölulegar staðreyndir um Eddutilnefningarnar og vekur meðal annars athygli á áberandi hlut kvenna í ár.
Stikla heimildamyndarinnar Þriðji póllinn eftir Andra Snæ Magnason og Anní Ólafsdóttur hefur verið birt á Vísi. Sýningar á myndinni hefjast 27. mars í Senubíóunum.
Almennar sýningar á kvikmyndinni Síðasta veiðiferðin eftir Þorkel Harðarson og Örn Marinó Arnarson hefjast í dag og er myndin sýnd í Laugarásbíói, Senubíóunum og Sambíóunum Keflavík.