Eva Sigurðardóttir tekur þátt í "pitch" keppni á Cannes hátíðinni, ShortsTV, þar sem fimm bestu "pitchin" eru valin úr af kjósendum á netinu. Kosningunni lýkur kl. 16 á morgun miðvikudag, en sigurvegari verður kynntur á fimmtudag. Sá fær 5000 evrur til þess að framleiða mynd sína. Smelltu hér ef þú vilt styðja Evu til sigurs og mundu að staðfesta atkvæðið neðst á síðunni.
Svo virðist sem á annan tug bíómynda og sjónvarpssería verði í tökum á árinu, en miserfiðlega gengur að fá staðfestingar, bæði um hvort verkefni séu að fara í gang og einnig hvenær.
Myndin segir sögu Álafoss ullarverksmiðjunnar og fólksins sem þar vann. Hjálmtýr Heiðdal hjá Seylunni framleiðir ásamt Hildi Margrétardóttur og Guðjóni Sigmundssyni.