Gunnar Ragnarsson skrifar í Morgunblaðið um heimildamyndina Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson sem sýnd er í Sjónvarpi Símans og hefur vakið mikið umtal.
Heimildamyndin A Song Called Hate eftir Önnu Hildi Hildibrandsdóttur var í dag valin besta heimildamyndin í flokki lengri mynda á SeeYouSound tónlistarkvikmyndahátíðinni sem fram fer á Ítalíu. Þetta eru fyrstu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar, en sýningar hefjast á henni í kvöld í Háskólabíói.
Rektor Listaháskóla Íslands fagnar ákvörðun um að kvikmyndanám á háskólastigi verði í skólanum, það verði greininni til framdráttar að komast á háskólastig. Námið eigi að geta hafist næsta haust, þrátt fyrir skamman fyrirvara. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Anna Hildur Hildibrandsdóttir er í viðtali í þættinum Segðu mér á Rás 1 þar sem hún ræðir meðal annars heimildamynd sína A Song Called Hate, en almennar sýningar á henni hefjast í Háskólabíói 26. febrúar. Myndin er einnig á dagskrá RÚV í þremur hlutum 1., 8. og 15. apríl.
Í nýrri skýrslu European Audiovisual Observatory er fjallað um fjármögnun evrópskra kvikmynda frá ýmsum hliðum og þar kemur meðal annars fram að dæmigerð evrópsk kvikmynd kostar um 300 milljónir króna.
"..óbeint innlegg í femíníska umræðu og ágæt áminning um tvöfalt siðgæði kynjanna, segir Gunnar Theodór Eggertsson gagnrýnandi Lestarinnar á Rás 1 um Hvernig á að vera klassa drusla.
Menntamálaráðuneytið hefur svarað bréfi hóps fagaðila þar sem spurt var um stöðu háskólanáms í kvikmyndagerð. Í svarbréfinu kemur fram að ráðherra hafi nýlega ákveðið að semja við Listaháskóla Íslands um að skólinn annist kvikmyndanám á háskólastigi.
Menningin á RÚV fjallaði um þáttaröðina Vitjanir og ræddi við aðalleikkonuna Söru Dögg Ásgeirsdóttur, handritshöfundana Völu Þórsdóttur og Kolbrúnu Önnu Björnsdóttur og leikstjórann Evu Sigurðardóttur. Þættirnir, sem Glassriver framleiðir, verða sýndir á RÚV næsta vetur.
"Myndin er afar lofandi frumraun leikstjórans og ferskur andblær í íslenskt kvikmyndalandslag," segir Gunnar Ragnarsson hjá Morgunblaðinu meðal annars í umsögn sinni um Hvernig á að vera klassa drusla eftir Ólöfu B. Torfadóttur.
„Mér líður stórkostlega. Ég verð að viðurkenna að ég var svolítið svífandi í dag,“ segir Gísli Darri Halldórsson í viðtali við RÚV. Teiknimynd hans,...
"Hvernig á að vera klassa drusla er hressandi og skemmtileg mynd sem gerir út á ærslagang og grín þar sem stelpurnar taka völdin, gefa staðalímyndum langt nef, og sýna svo ekki verður um villst að það er alveg hægt að vera klassa drusla," skrifar Edda Karitas Baldursdóttir í Fréttablaðið.