Eddan 2021: 20% aukning í innsendingum, tilnefningar kynntar 19. mars, útsendingin 27. apríl

Skilafrestur innsendinga vegna Edduverðlauna 2021 er liðinn og valnefndir eru að hefja störf. Tilefningar verða opinberaðar 19. mars næstkomandi.

Edduverðlaunin verða sýnd á RÚV 27. apríl og verður þátturinn með svipuðu sniði og síðast, ekki verður um beina útsendingu að ræða, vegna stöðunnar á faraldrinum.

Innsendingar jukust verulega í ár, eða um 20%. Alls voru innsend verk 146 að þessu sinni og 319 innsendingar vegna fagverðlauna. Til samanburðar voru send inn 121 verk  og 266 fagverðlaun árið 2020.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR