HeimEfnisorðEddan 2021

Eddan 2021

Og Edduna fengu…

Edduverðlaunin 2021 voru afhent í sérstökum þætti sem sýndur var á RÚV í kvöld. Kvikmyndin Gullregn var valin kvikmynd ársins og hlaut 9 Eddur. Þáttaröðin Ráðherrann var valin leikið sjónvarpsefni ársins og A Song Called Hate hlaut Edduna sem heimildamynd ársins.

Horfið frá samkomuhöldum vegna Edduverðlauna í ár, afhending verðlauna fer fram í sérstökum þætti á RÚV

Stjórn ÍKSA hefur ákveðið að hverfa frá því að halda fjölmenna samkomu í haust vegna Edduverðlauna vegna stöðunnar í faraldrinum. Í staðinn verður unnin sérstakur þáttur um verðlaunin líkt og gert var í fyrra. Miðað er við að hann verði sendur út um mánaðamótin september-október.

EDDAN 2021: Kosningar frá 27. apríl, hátíðin haldin í haust

Stjórn ÍKSA hefur afráðið að Edduverðlaunin 2021 verði veitt með haustinu með það að markmiði að halda hefðbundna Edduhátíð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá stjórn ÍKSA. 

Þáttaröðin BROT með flestar tilnefningar til Eddunnar en ekki tilnefnd sem leikið sjónvarpsefni ársins

Tilnefningar til Edduverðlauna 2021 hafa verið opinberaðar. Þáttaröðin Brot fær flestar tilnefningar eða 15 talsins, en þó ekki tilnefningu fyrir leikið sjónvarpsefni ársins. Kvikmyndin Gullregn fær 12 tilnefningar. Þáttaröðin Ráðherrann hlýtur 7 tilnefningar, þar á meðal sem leikið sjónvarpsefnis ársins, en ekki fyrir handrit eða leikstjórn. Heimildamyndin Þriðji póllinn leiðir flokk heimildamynda með 4 tilnefningar, en fær ekki tilnefningu sem heimildamynd ársins.

Skilafrestur innsendinga vegna Edduverðlauna til 11. febrúar

Opnað hefur verið fyrir innsendingar á kvikmynda- og sjónvarpsverkum fyrir Edduna 2021. Gjaldgeng eru verk frumsýnd opinberlega á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2020.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR