"Vetrarbræður inniheldur eitthvert pönk, einhverja rödd, sem ég fagna að sé komin inn í íslenskt kvikmyndasamhengi," skrifar Brynja Hjálmsdóttir í Morgunblaðið um myndina. Hún gefur henni fjórar stjörnur.
Nína Richter fjallar um finnsku myndina Tom of Finland sem sýnd er á RIFF og segir hana slípaða og áferðarfallega og á köflum hálfgerða harmsögu í fallegum umbúðum.
Ari Drew skrifar á Bloody Disgusting.com um Rökkur Erlings Thoroddsen sem sýnd var á Fantastic Fest í Austin Texas. Hann segir myndina algjört skylduáhorf.
Jónas Reynir Sveinsson skrifar í Starafugl um Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar og segir meðal annars: "Persónurnar í Vetrarbræðrum tala dönsku en Hlynur tjáir sig með tungumálinu sem talað er í landi kvikmyndarinnar. Og hann talar með sinni eigin rödd."
Alþjóðleg útgáfa stiklu þáttaraðarinnar Stella Blómkvist hefur verið opinberuð. Sagafilm framleiðir þættina fyrir Símann og norrænu efnisveituna Viaplay. Red Arrow annast alþjóðlega sölu.
Málþing undir yfirskriftinni Kvikmyndaborgin Reykjavík fer fram í Norræna húsinu miðvikudaginn 4. október milli 15-17. Fjallað verður um möguleika borgarinnar til að þjónusta og efla kvikmyndagerð og kvikmyndatökur í borginni. Málþingið er hluti af bransadögum RIFF og er öllum opið.
Engar stjörnur, gagnrýnendalið kvikmyndafræði Háskóla Íslands, hefur tekið saman lista yfir þær 5 kvikmyndir á RIFF sem hópurinn mælir með, og telur að áhugasamir kvikmyndaunnendur ættu að leggja sérstaka áherslu á að sjá meðan á kvikmyndahátíðinni stendur. Listinn er þannig samsettur að þær myndir sem flest atkvæði hlutu raðast efst en allar fá gæðastimpil Engra stjarna.