RÚV Menning um „Tom of Finland“: Falleg saga um hommaklám

Nína Richter fjallar um finnsku myndina Tom of Finland sem sýnd er á RIFF og segir hana slípaða og áferðarfallega og á köflum hálfgerða harmsögu í fallegum umbúðum.

Nína segir meðal annars:

Þrátt fyrir þung efnistök og harðpólitíska sögu, þá er andinn í Tom of Finland oftast léttur, fullur af gleði og fögnuði. Ástinni og kynlífinu er fagnað, svo að áhorfandinn er hálfbrosandi myndina á enda. Litlum tíma er varið í að gráta fallna hermenn, hvorki í bókstaflegum né öðrum skilningi. Þrátt fyrir þetta tekst handritinu vel upp með sannfærandi baksögu. Við skiljum pólitískt landslag hvers tíma og menningarlegan bakgrunn persónanna þó að sagan dvelji ekki lengi við það. Sagan prédikar ekki smáatriði sem eru almenn þekking, líkt og bandarískum framleiðslum hættir til, og það er stór kostur. Áhorfendum er treyst til þess að hafa samkennd með aðstæðum persónanna, og þétt handrit tryggir að samlíðanin sé áreynslulaus og eðlileg. Þá er sterk persónusköpun og sannfærandi frammistaða leikhópsins algjörlega hnökralaus.

Endurspeglar húmor í listinni

Þannig er frásögnin tilfinnanlega slípuð og áferðarfalleg, á köflum hálfgerð harmsaga í fallegum umbúðum. Saga af ungum manni sem liggur fyrir dauðanum vegna AIDS er til dæmis afgreidd í sprenghlægilegri, ljúfsárri senu þar sem tragísk örlög hans falla í skuggann af orðagríni og spaugileg afdrif kanínu stela senunni. Það er lýsandi fyrir tóninn í myndinni.

Sjá nánar hér: Falleg saga um hommaklám

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR