HeimEfnisorðRIFF 2017

RIFF 2017

RIFF 2017: „Kúrekinn“ („The Rider“) hlýtur Gullna lundann

Verðlaun í fimm keppnisflokkum RIFF voru veitt fyrr í kvöld.  Kúrekinn / The Rider (USA) í leikstjórn Chloé Zhao hreppti aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullna lundann. Atelier eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur var valin besta íslenska stuttmyndin.

RÚV Menning um „Tom of Finland“: Falleg saga um hommaklám

Nína Richter fjallar um finnsku myndina Tom of Finland sem sýnd er á RIFF og segir hana slípaða og áferðarfallega og á köflum hálfgerða harmsögu í fallegum umbúðum.

Málþing um kvikmyndaborgina Reykjavík

Málþing undir yfirskriftinni Kvikmyndaborgin Reykjavík fer fram í Norræna húsinu miðvikudaginn 4. október milli 15-17. Fjallað verður um möguleika borgarinnar til að þjónusta og efla kvikmyndagerð og kvikmyndatökur í borginni. Málþingið er hluti af bransadögum RIFF og er öllum opið.

Engar stjörnur mæla með RIFF myndum

Engar stjörnur, gagnrýnendalið kvikmyndafræði Háskóla Íslands, hefur tekið saman lista yfir þær 5 kvikmyndir á RIFF sem hópurinn mælir með, og telur að áhugasamir kvikmyndaunnendur ættu að leggja sérstaka áherslu á að sjá meðan á kvikmyndahátíðinni stendur. Listinn er þannig samsettur að þær myndir sem flest atkvæði hlutu raðast efst en allar fá gæðastimpil Engra stjarna.

RIFF 1: Ástarskortur og typpaslagur

Ásgeir H. Ingólfsson skrifar um Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar og Untitled eftir Michael Glawogger, sem báðar eru sýndar á RIFF 2017.

Áhugaverðast á RIFF 2017

Dagskrárbæklingur RIFF er kominn út (en dagskráin enn ekki komin á vef RIFF, fjórum dögum fyrir hátíð). Ásgrímur Sverrisson fór í gegnum bæklinginn og tíndi út það áhugaverðasta. Þó skal hafa í huga að margt spennandi getur leynst víða í dagskránni og ekki nema sjálfsagt að taka sénsinn.

[Stikla, plakat] „Vetrarbræður“ opnunarmynd RIFF 2017, almennar sýningar í Bíó Paradís

Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar verður opnunarmynd RIFF 2017, en Íslandsfrumsýningin verður í Háskólabíói fimmtudaginn 28. september kl. 18. Daginn eftir hefjast almennar sýningar á myndinni með íslenskum texta. Hlynur, Anton Máni Svansson framleiðandi og Maria von Hausswolff tökumaður verða viðstödd fyrstu sýninguna þar og svara spurningum í kjölfarið. Íslenskt plakat myndarinnar sem og stikla hafa verið opinberuð.

RIFF 2017 hefst 28. september

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, fer fram dag­ana 28. sept­em­ber til 8. októ­ber. Olivier Assayas og Werner Herzog verða heiðursgestir hátíðarinnar og sérstakur fókus verður á finnskar myndir. Hrönn Marinósdóttir stjórnandi RIFF, ræðir við Morgunblaðið um hátíðina.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR