Málþing um kvikmyndaborgina Reykjavík

Málþing undir yfirskriftinni Kvikmyndaborgin Reykjavík fer fram í Norræna húsinu miðvikudaginn 4. október milli 15-17. Fjallað verður um möguleika borgarinnar til að þjónusta og efla kvikmyndagerð og kvikmyndatökur í borginni. Málþingið er hluti af bransadögum RIFF og er öllum opið.

Meðal þáttakenda verða:

  • Baltasar Kormákur, leikstjóri og framleiðandi,
  • Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri,
  • Kristinn Þórðarson, formaður SÍK,
  • Leon Forde, meðstjórnandi Olsberg·SPI,
  • Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrum Iðnaðarráðherra,
  • Sveinn Birkir Björnsson frá Film in Iceland,
  • Thomas Gammeltoft, forstjóri Kvikmyndasjóðs Kaupmannahafnar,
  • Thierry Potok, stjórnarformaður ISOLD, framleiðandi og fyrrum forstjóri Babelsberg kvikmyndaversins í Berlín og MPN kvikmyndaversins í Köln.

Umræðum stjórnar Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, en ráðstefnustjóri er Vera Sölvadóttir.

Athugasemdir

álit

Um höfundinn
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

Tengt efni