Málþing um kvikmyndaborgina Reykjavík

Málþing undir yfirskriftinni Kvikmyndaborgin Reykjavík fer fram í Norræna húsinu miðvikudaginn 4. október milli 15-17. Fjallað verður um möguleika borgarinnar til að þjónusta og efla kvikmyndagerð og kvikmyndatökur í borginni. Málþingið er hluti af bransadögum RIFF og er öllum opið.

Meðal þáttakenda verða:

  • Baltasar Kormákur, leikstjóri og framleiðandi,
  • Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri,
  • Kristinn Þórðarson, formaður SÍK,
  • Leon Forde, meðstjórnandi Olsberg·SPI,
  • Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrum Iðnaðarráðherra,
  • Sveinn Birkir Björnsson frá Film in Iceland,
  • Thomas Gammeltoft, forstjóri Kvikmyndasjóðs Kaupmannahafnar,
  • Thierry Potok, stjórnarformaður ISOLD, framleiðandi og fyrrum forstjóri Babelsberg kvikmyndaversins í Berlín og MPN kvikmyndaversins í Köln.

Umræðum stjórnar Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, en ráðstefnustjóri er Vera Sölvadóttir.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR