Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að jafnréttismál hafi verið höfð að leiðarljósi við gerð nýrrar kvikmyndastefnu, en samtök kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi gagnrýna að ekki sé nóg gert til að jafna hlut kynjanna í stefnunni og að tímasettar aðgerðir á því sviði vanti.
Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna í flokknum "besta alþjóðlega myndin" (Best International Feature Film) verður valið af til þess skipaðri dómnefnd í ár. Áður kusu meðlimir ÍKSA um framlag Íslands.
Í dag hefst norræn kvikmyndaveisla í Bíó Paradís í tilefni af kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs. Hægt verður að nálgast allar tilnefndar myndir á vef kvikmyndahússins en þar er unnið hörðum höndum að því að koma á fót streymisveitu.
WIFT, samtök kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, vilja róttækar aðgerðir til að rétta af sláandi halla í iðnaðinum á Íslandi. Þær harma að ný kvikmyndastefna sem á að styðja við greinina til ársins 2030 taki ekki mið af jafnréttismálum.
Heimildamyndin Korter yfir sjö, um eitt hið lengsta og harðvítugasta verkfall í sögu landsins, verkfall 12 verkalýðsfélaga á höfuðborgarsvæðinu 1955, er nú í undirbúningi. Passport miðlun framleiðir.
Ásgeir H. Ingólfsson skrifar um heimildamyndina A Song Called Hate (Hatrið) eftir Önnu Hildi Hildibrandsdóttur á vef sinn Menningarsmygl. Myndin var sýnd nýlega á RIFF og einnig á kvikmyndahátíðinni í Varsjá.
Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV ræðir væntanlegar þáttaraðir, dagskrárstefnu RÚV, kynjajafnvægi, fjármögnunaráskoranir og samvinnu við hinar norrænu almannastöðvarnar í ítarlegu viðtali við Nordic Film and TV News.
Nordic Film and TV News fjallar um nýja kvikmyndastefnu fyrir Ísland á vef sínum og ræðir við Laufeyju Guðjónsdóttur, Lilju Ósk Snorradóttur, Grímar Jónsson og Skarphéðinn Guðmundsson um það sem hún felur í sér.
Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins, segir í grein í Kjarnanum að endurgreiðslur til kvikmyndagerðar séu arðbær fjárfesting og að Íslendingar eigi að sækjast eftir því að fá fleiri kvikmyndastjörnur á borð við Vin Diesel til landsins.
RVK Feminist Film Festival verður haldin í annað sinn 14.-17. janúar 2021. Lögð verður áhersla á hinsegin málefni og hinsegin fólk í kvikmyndagerð. Opnað hefur verið fyrir umsóknir í stuttmyndakeppni hátíðarinnar og allar konur geta sótt um að taka þátt.
Verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna fer fram í Reykjavík 2022 en ekki í desember í ár eins og til stóð, vegna versnandi ástands heimsfaraldursins COVID-19 í Evrópu.
Eiríkur Ragnarsson (Eikonomics) fer yfir ýmsar hliðar endurgreiðslukerfisins í grein í Kjarnanum. "Þegar allt er skoðað saman er líklega alveg hægt að fara verr með almannafé," segir Eiríkur meðal annars, en bætir við að einnig þurfi að ganga úr skugga um að þetta fjármagn skili samfélaginu hæstu ávöxtun.