RVK Feminist Film Festival 2021: Áhersla á kvikmyndagerð hinsegin fólks

RVK Feminist Film Festival verður haldin í annað sinn 14.-17. janúar 2021. Lögð verður áhersla á hinsegin málefni og hinsegin fólk í kvikmyndagerð. Opnað hefur verið fyrir umsóknir í stuttmyndakeppni hátíðarinnar og allar konur geta sótt um að taka þátt.

RÚV greinir frá og á vef þeirra segir:

RVK Feminist Film Festival er alþjóðleg kvikmyndahátíð sem var haldin í fyrsta sinn í byrjun þessa árs. Að þessu sinni verður hátíðin haldin í samstarfi við Kvikmyndasafn Íslands, Gothe Institut, Nordic Film Focus og franska og japanska sendiráðið. Skipuleggjendur og hugmyndasmiðir hátíðarinnar eru María Lea Ævarsdóttir kvikmyndaframleiðandi og Nara Walker listakona.

Á hátíðinni í janúar voru sýndar kvikmyndir eftir konur, jafnt leikstjóra sem og handritshöfunda, sem eiga það sameiginlegt að segja sögu sterkra kvenkyns aðalpersóna og fjalla um reynsluheim kvenna.

RVK FFF 2021 verður með öðru sniði, ásamt því að vekja athygli á konum í leikstjórn þá verður eitt af aðalmarkmiðum hátíðarinnar að auka sýnileika LGBTQ+ samfélagsins í kvikmyndagerð, hérlendis og erlendis. Það verður gert í samstarfi við Trans Ísland og Samtökin ‘78.

Á RVK FFF 2021 verður einnig haldið Short Film Script Lab eða Fabúlera, undir stjórn handritshöfundarins og kvikmyndagerðarkonunnar Gabrielle Kelly sem starfar hjá American Film Institute. Kelly er þekkt um allan heim fyrir störf sæin og hefur unnið að gerð fjölda kvikmynda, meðal annars Deathtrap, The Verdict og Prince of the City.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í stuttmyndakeppni hátíðarinnar. 

Sjá nánar hér: Fókusa á trans og kynsegin fólk í kvikmyndagerð

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR