Sextán nýjar heimildamyndir frumsýndar á Skjaldborgarhátíðinni

Sextán nýjar íslenskar heimildamyndir verða frumsýndar á Skjaldborgarhátíðinni sem fram fer um næstu hvítasunnuhelgi, 22.-25. maí. Auk þess verður sýnt úr 4 myndum á vinnslustigi. Konur eru sérlega áberandi í ár í hópi stjórnenda mynda. Heiðursgestir eru danska leikstýran Eva Mulvad og samstarfskona hennar framleiðandinn Sigrid Dyekjær.
Posted On 05 May 2015

Tökum á íslensk/skosku kvikmyndinni “Pale Star” lokið

Tökum á kvikmyndinni Pale Star með Þrúði Vilhjálmsdóttur og Þresti Leó Gunnarssyni í aðalhlutverkum er nú nýlokið en myndin sem er spennudrama í fullri lengd er í leikstjórn Graeme Maley. Einnig fara með íslensk hlutverk í myndinni þau Björn Thors og ung stúlka, Freyja Björk Guðmundsdóttir.
Posted On 05 May 2015

David Cronenberg heiðursgestur RIFF í haust

Kanadíski kvikmyndaleikstjórinn David Cronenberg verður heiðursgestur Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík (RIFF) sem fer fram í tólfta sinn dagana 24. september til 4. október næstkomandi.
Posted On 05 May 2015