Daglegt færslusafn: Jan 30, 2014

Ný stikla með „Harry og Heimi“

Ný stikla úr bíómyndinni Harry og Heimir hefur litið dagsins ljós og gengur þar á ýmsu. Sigurður Sigurjónsson og Karl Ágúst Úlfsson fara með helstu hlutverk en auk þeirra koma Svandís Dóra Einarsdóttir, Laddi, Ólafur Darri, Örn Árnason og margir fleiri við sögu. Leikstjóri er Bragi Þór Hinriksson, Zik Zak framleiðir og Sena dreifir. Myndin verður frumsýnd um páskana.

„Málmhaus“ með flestar tilnefningar til Edduverðlauna

Tilnefningar til Edduverðlauna voru kynntar í dag. Alls er tilnefnt í 23 flokkum auk þess sem tilkynnt verður um heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar á hátíðinni sjálfri sem fram fer laugardaginn 22. febrúar. Sent verður beint út frá hátíðinni á Stöð 2 og verður útsendingin opin.