Undir trénu Hafsteins Gunnars Sigurðssonar var valin besta leikna myndin á Hamptons International Film Festival sem lauk í gær. Þetta eru þriðju alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.
Í sumar spurðist út að sjálfur Hans Zimmer hefði verið fenginn til að leggja til tónlist við Blade Runner 2049, en hugmyndin var að tónlist Jóhanns Jóhannssonar yrði einnig með. Síðsumars kom svo í ljós að Jóhann yrði ekki með en annað tónskáld, Benjamin Wallfisch, bættist við. Hvað gerðist eiginlega?
Leikstjórinn Dennis Villeneuve segir að ástæðu þess að tónlist Jóhanns Jóhannssonar hafi verið tekin úr Blade Runner 2049 vera að hann hafi viljað tónlist meira í anda upprunalegu Blade Runner.
Norrænir sjónvarpsframleiðendur ættu að snúa sér að öðru en „Nordic noir“ sem er orðið útvatnað vörumerki, að mati framleiðenda sjónvarpsþátta á borð við Forbrydelsen og Skam. Mestu skipti að finna og segja sögur sem skipti áhorfendur heima fyrir máli. Fjallað er um þetta í Menningunni á RÚV.