Fleiri umsagnir um “Everest”

Nokkuð hefur bæst í hóp umsagna um Everest Baltasars Kormáks, bæði í gær og í dag. Meirihlutinn er í jákvæðari kantinum.
Posted On 03 Sep 2015

Dagur Kári var ekki viss um að “Fúsi” næði í gegn

Morgunblaðið ræðir við Dag Kára í kjölfar vals Fúsa sem fulltrúa Íslands í Kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs og þátttöku myndarinnar á BFI London Film Festival.
Posted On 03 Sep 2015

“Hrútar” á Telluride hátíðina

Hrútar Gríms Hákonarsonar kemur víða við á kvikmyndahátíðum haustins. Grímur og Grímar Jónsson framleiðandi eru nú komnir til Telluride í Colorado fylki en hin virta hátíð þar á bæ hefst á morgun. Þaðan halda þeir til Toronto og eftir það bíða fjölmargar aðrar hátíðir.
Posted On 03 Sep 2015

Stikla heimildamyndarinnar “Jóhanna – Síðasta orrustan” komin út

Jóhanna - Síðasta orrustan, er heimildarmynd um Jóhönnu Sigurðardóttur og segir sögu hennar sem stjórnmálamanns. Það er saga konu í miklum karlaheimi stjórnmálanna sem verður að lokum fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra á Íslandi.
Posted On 03 Sep 2015

“Hrútar” opnar Norræna bíódaga í Lübeck

Hrútar Gríms Hákonarsonar verður opnunarmynd hinna árlega Norrænu bíódaga sem fram fara í Lübeck í Þýskalandi 4.8. nóvember næstkomandi.
Posted On 03 Sep 2015