„Hrútar“ opnar Norræna bíódaga í Lübeck

Sigurður Sigurjónsson fer með aðalhlutverkið í Hrútum. Mynd: Sturla Brand Grövlen.
Sigurður Sigurjónsson fer með aðalhlutverkið í Hrútum. Mynd: Sturla Brand Grövlen.

Hrútar Gríms Hákonarsonar verður opnunarmynd hinna árlega Norrænu bíódaga sem fram fara í Lübeck í Þýskalandi 4.8. nóvember næstkomandi.

Grímur og aðalleikararnir, Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson, verða gestir hátíðarinnar en myndin verður frumsýnd í þýskum kvikmyndahúsum í kjölfarið.

Hrútar munu taka þátt í fjölda kvikmyndahátíða á komandi hausti sem nánar verður sagt frá síðar.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR