HeimEfnisorðBransinn

bransinn

Svona eru kjör leikstjóra og handritshöfunda á Íslandi

Ragnar Bragason leikstjóri og handritshöfundur hefur að undanförnu unnið að kjarakönnun meðal kollega sinna í leikstjóra- og handritshöfundastétt. Hér eru niðurstöðurnar.

Kvikmyndamiðstöð auglýsir eftir framleiðslustjóra

Viðkomandi einstaklingur skal hafa faglegan styrk og þekkingu, metnað, frumkvæði, og framúrskarandi skipulags- og samskiptahæfni til að stýra aðkomu stofnunarinnar að framleiðslu og þróun á sviði kvikmyndagerðar.

Stefnir í um helmings niðurskurð á Kvikmyndasjóði

Enn stendur til að skera niður Kvikmyndasjóð samkvæmt nýbirtri fjármálaáætlun. SÍK hefur sent frá sér tölur sem sýna að sjóðurinn hefur verið skorinn niður um helming á undanförnum árum.

Mikil efnahagsleg umsvif fylgja endurgreiðslunni en vandi fylgir einnig

Niðurstöður úttektar breska ráðgjafafyrirtækisins Olsberg SPI um efnahagslegan ávinning af íslenska kvikmyndaendurgreiðslukerfinu, sem kynntar voru á kvikmyndaráðstefnu í Hörpu þann 5. apríl, hafa verið opinberaðar.

Sjónvarpsþáttaframleiðsla gerð samkeppnishæfari með breytingum á kvikmyndalögum

Frumvarp menningar- og viðskiptaráðherra um breytingu á kvikmyndalögum, nr. 137/2001 var samþykkt á Alþingi í gær. Breytingin staðfestir meðal annars nýjan styrkjaflokk innan Kvikmyndasjóðs til lokafjármögnunar á umfangsmiklum leiknum sjónvarpsþáttaröðum.

Baltasar Kormákur: Miklir vaxtarmöguleikar í kvikmyndaframleiðslu

Baltasar Kormákur var meðal þátttakenda á nýafstöðnu Iðnþingi sem fram fór í Hörpu 7. mars þar sem meðal annars var rætt um nýsköpun á Íslandi og þá ekki síst kvikmyndaframleiðslu.

Skarphéðinn: Meira fé til ódýrari innlendra þáttaraða

Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV segir Nordic Film and TV News að RÚV muni á næstunni verja meira fé til ódýrari þáttaraða sem beint sé að áhorfendum innanlands.

Framlög til Kvikmyndamiðstöðvar skorin niður um 13,5% í fjárlagafrumvarpi 2024

Í nýkynntu fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 eru áætluð framlög til Kvikmyndasjóðs 1.114,3 m.kr. Í fjárlögum ársins 2023 var framlagið 1.288,9 m.kr. Niðurskurðurinn nemur 174,6 milljónum króna eða um 13,5%.

80% aukning í tekjum í kvikmynda- og sjónvarpsgreininni á áratug

Kvikmyndagreinin (kvikmyndir og sjónvarp) er í afar örum vexti. Aukning í rekstrartekjum nemur um 80% á tíu árum samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Greinin er einnig langstærst að umfangi í skapandi greinum.

Reykjavik Grapevine fjallar um íslenska kvikmyndagerð

Í nýlegri umfjöllun Reykjavik Grapevine er rætt við ýmsa sem þekkja til íslenskrar kvikmyndagerðar á einn eða annan hátt og rætt um stöðuna nú. Viðmælendur eru Leifur Dagfinnsson, Ásgrímur Sverrisson, Steve Gravestock, Elsa María Jakobsdóttir, Margrét Einarsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir.

Uppgjör ársins 2022 með Kristínu Andreu Þórðardóttur og Ragnari Bragasyni

Umræða um það helsta sem íslenski kvikmyndabransinn gekk í gegnum á árinu 2022 með Kristínu Andreu Þórðardóttur framleiðanda, leikstjóra og stjórnanda Skjaldborgarhátíðarinnar og Ragnari Bragasyni leikstjóra, handritshöfundi og formanni Samtaka kvikmyndaleikstjóra.

Ný bók um tengsl ferðamennsku og kvikmyndagerðar á Íslandi

Útgáfu bókarinnar Iceland on Screen eftir Wendy Mitchell, verður fagnað í Bíó Paradís, föstudaginn 25. mars klukkan 15.00, með dagskrá um tengsl kvikmynda og sjónvarpsefnis við ferðamennsku á Íslandi.

Milljarða velta í kvikmyndagerð og horfur góðar

Fréttastofa RÚV tekur púlsinn á íslenskri kvikmyndagerð þessa dagana og ræðir við Laufeyju Guðjónsdóttur, forstöðumann Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Kvikmyndasjóðir Evrópu ættu að draga úr skriffinnsku og taka ákvarðanir hraðar, segir í nýrri skýrslu

Taka þarf evrópsku kvikmyndastuðningskerfin til gagngerrar endurskoðunar segir meðal annars í nýrri skýrslu sem unnin var á vegum Film i Väst og skoðar ítarlega stöðu kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslu í Evrópu.

Sérstakur neyðarsjóður fyrir kvikmyndagerðarmenn stofnaður í ljósi stríðsins í Úkraínu

Settur hefur verið upp sérstakur neyðarsjóður fyrir kvikmyndagerðarmenn sem eru í beinni hættu vegna stríðsins í Úkraníu. Sjóðurinn miðar að því að styrkja kvikmyndagerðarmenn í útgjöldum á meðan núverandi staða heldur áfram.  

SVÖRTU SANDAR meðal þáttaraða sem stóðu uppúr á Berlinale Series að mati Variety

Variety fjallar um stöðu þáttaraða í kjölfar Berlinale Series og þær miklu áherslubreytingar sem eru að eiga sér stað varðandi aukið vægi vandaðra þáttaraða á kostnað bíómynda.

Hundruðir danskra kvikmyndagerðarmanna mótmæla slæmu vinnuumhverfi

415 danskir kvikmyndagerðarmenn hafa skrifað opið bréf til danskra framleiðenda þar sem hvatt er breytinga á slæmu vinnuumhverfi í dönskum kvikmyndaiðnaði, sem meðal annars felist í áreitni, einelti og slysum.

Dæmigerð evrópsk kvikmynd kostar um 300 milljónir króna

Í nýrri skýrslu European Audiovisual Observatory er fjallað um fjármögnun evrópskra kvikmynda frá ýmsum hliðum og þar kemur meðal annars fram að dæmigerð evrópsk kvikmynd kostar um 300 milljónir króna.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Sjónarmið RÚV að skoða þurfi í hverju og einu tilviki hvort einstaklingur geti talist „sjálfstæður framleiðandi“

Bára Huld Beck skrifar ítarlega fréttaskýringu í Kjarnann um ágreining Fjölmiðlanefndar og RÚV varðandi skilgreininguna á því hvað teljist sjálfstæður framleiðandi og hvað ekki hjá RÚV. Hér verður gripið niður í grein Báru.

Tökur enn í gangi þrátt fyrir sóttvarnareglur

Nokkur kvik­mynda- og sjón­varps­fram­leiðslu­fyr­ir­tæki hafa ákveðið að stöðva starf­semi sína í ljósi núgild­andi sótt­varna­reglna, sem inni­halda tíu manna fjölda­tak­mörk og tveggja metra fjar­lægð­ar­reglu. Önnur hafa hins vegar náð að halda áfram starf­semi sinni með auknum sótt­varna­ráð­stöf­un­um, meðal ann­ars með skipt­ingu mynd­vera í sótt­varna­hólf.

Lilja Ósk: Kvikmyndastefna markar nýtt upphaf fyrir greinina

Lilja Ósk Snorradóttir, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, segir nýframlagða Kvikmyndastefnu til 2030 marka nýtt upphaf fyrir íslenska kvikmyndagerð.

Aukinn áhugi erlendra framleiðenda á Íslandi í kjölfar yfirlýsingar Netflix

Erlend kvikmyndaver hafa sýnt Íslandi mikinn áhuga eftir að yfirmaður hjá Netflix greindi frá því í síðustu viku að efnisveitan væri með framleiðslu í tveimur löndum; Suður Kóreu og Íslandi. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Ný samantekt sýnir umfang íslensks myndmiðlaiðnaðar

Ný samantekt Hagstofunnar fyrir SÍK á helstu hagstærðum íslensku kvikmynda- og sjónvarpsgreinarinnar á undanförnum árum sýnir umfang hennar í nýju ljósi. Meðal ársvelta nemur rúmum 27 milljörðum króna og meðalfjöldi starfa er 1,806 en 3,431 með afleiddum störfum. Í þessu mengi eru öll framleiðslufyrirtæki og sjálfstætt starfandi ásamt sjónvarpsstöðvunum.

Útflutningstekjur kvikmyndageirans langt umfram fjárfestingu ríkisins

Útflutningstekjur kvikmynda- og sjónvarpsgeirans á tímabilinu 2014-2018 voru 15,1 milljarður króna. Á sama tíma var framlag ríkisins til Kvikmyndasjóðs og í formi endurgreiðslna vegna kvikmyndagerðar samanlagt um 9,9 milljarðar. Greinin veltir að meðaltali rúmlega 27 milljörðum á ári. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar sem teknar voru saman fyrir Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK).

Kvikmyndamiðstöð Íslands auglýsir eftir styrkumsóknum

Kvikmyndamiðstöð hefur sent frá sér tilkynningu um tilhögum styrkja vegna sérstakrar fjárveitingar til átaksverkefna í ljósi kórónavírusfaraldurins.

Kvikmyndabransinn á ís en unnið að þíðu

Kvikmyndabransinn er við frostmark þessa dagana eins og flestum má vera ljóst. En á bakvið tjöldin er ýmislegt í gangi, bæði umleitanir um mögulegan stuðning stjórnvalda við greinina gegnum hinn erfiða skafl, sem og undirbúningur verkefna sem geta farið í gang þegar samkomubanni lýkur, auk viðræðna um framtíð Bíó Paradísar.

Greining | Velta bransans tæpir 13 milljarðar króna 2019

Velta í framleiðsluhluta kvikmyndagreinarinnar 2019 var tæpir 13 milljarðar sem er um 6,2% samdráttur miðað við fyrra ár, en þó rétt yfir meðaltali síðustu 10 ára.

Greining | Velta bransans 13,6 milljarðar króna 2018

Velta í framleiðsluhluta kvikmyndagreinarinnar 2018 var tæpir 13,6 milljarðar sem er um 2,1 milljarði króna hærra en 2016 (11,5 milljarðar). Aukningin nemur um 20% milli ára.

Ágúst Guðmundsson: Blómaskeið íslenskra kvikmynda

"Það er óhætt að tala um sérstakt blómaskeið í íslenskum kvikmyndum. Íslenskur leikstjóri hlýtur Norðurlandaverðlaunin fyrir báðar sínar fyrstu bíómyndir, myndir annarra vekja einnig verðskuldaða athygli og hljóta alls kyns viðurkenningar víða um heim. Ef við værum að tala um fótbolta, þá stæði þjóðin á öndinni af stolti yfir sínu fólki," segir Ágúst Guðmundsson leikstjóri í grein í Vísi og hvetur til þess að meira fjármagni verði varið til Kvikmyndasjóðs.

Skorað á Alþingi að auka framlög til þáttaraða

Forsvarsmenn hagsmunafélaga kvikmyndagreinarinnar hafa sent frá sér opið bréf til alþingismanna þar sem skorað er á þá að auka framlög til sjónvarpshluta Kvikmyndasjóðs, en þaðan er veitt fé til gerðar leikinna þáttaraða.

Kvikmyndahöfundar eru illa borgaðir, starfsöryggi lítið en flestir geta ekki hugsað sér að gera annað

Að vera leikstjóri eða handritshöfundur í Evrópu (Ísland þar með talið) er að meðaltali frekar illa borgað og starfsöryggi lélegt. Tekjur ná hámarki um og uppúr fimmtugu en fara síðan hratt lækkandi. Tekjur kvenna eru áberandi minni. Samt geta flestir ekki hugsað sér að gera eitthvað annað. Þetta kemur fram í könnun sem Samtök evrópskra kvikmyndaleikstjóra (FERA) og Samtök handritshöfunda í Evrópu (FSE) létu gera. Bráðabirgðaniðurstöður hafa verið kynntar og þar kemur ýmislegt fróðlegt fram.

Ása Helga: Heppin að byrja núna en ekki fyrir tuttugu árum

Ása Helga Hjörleifsdóttir ræddi við Reykjavik Grapevine síðasta haust um mynd sína Svaninn, sem og íslensku kvikmyndasenuna. Hér eru brot úr viðtalinu sem snúa að því síðarnefnda.

Þessir 132 íslenskir leikstjórar hafa sent frá sér kvikmyndir á undanförnum fjórum árum

Leikstjórar íslenskra kvikmyndaverka; bíómynda, heimildamynda, stuttmynda og sjónvarpsverka - eru stærri hópur en kannski mætti halda. Alls eru 132 slíkir taldir til á síðum Klapptrés síðan miðillinn fór í loftið um miðjan september 2013. Þar af eru 46 þeirra konur, eða rúmur þriðjungur.

Endurgreiðslur námu einum og hálfum milljarði 2016, aldrei hærri

Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar námu rúmum einum og hálfum milljarði 2016 og hafa aldrei verið hærri. 70% af endurgreiðslunni fóru til erlendra verkefna, 29% til innlendra og 1% til samframleiðslu.

Greining | Velta bransans um 20 milljarðar króna 2016, aldrei hærri

Velta í framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis nam alls tæplega 20 milljörðum króna á árinu 2016 og hefur aldrei verið hærri eins og sjá má af meðfylgjandi grafi. Aukning frá fyrra ári nemur hvorki meira né minna en 83,6%.

Kvikmyndagerðarmönnum býðst starfsaðstaða í Gufunesi

Félag kvikmyndagerðarmanna hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að kvikmyndagerðarmönnum bjóðist að leigja pláss í Gufunesi, en þar mun hugmyndin vera að byggja upp svokallaðan kvikmyndaklasa.

Guðný Guðjónsdóttir: Reyna mun meira á skapandi hugsun, tækni og aðlögunarhæfni á komandi árum

Guðný Guðjónsdóttir, fráfarandi forstjóri Sagafilm, segir í samtali við Viðskiptablaðið að íslenski kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðurinn hafi upplifað gríðarlegan vöxt undanfarinn áratug. Hún segir árangurinn helgast af ýmsum þáttum, einkum endurgreiðslukerfi stjórnvalda, og að á komandi árum muni reyna meira á skapandi hugsun, tækni og aðlögunarhæfni í iðnaðinum.

Hilmar Sigurðsson: Framlög til kvikmyndagerðar dregist mjög afturúr

Í tengslum við nýframlagt fjárlagafrumvarp bendir Hilmar Sigurðsson kvikmyndaframleiðandi á að framlög til Kvikmyndamiðstöðvar hafi hækkað miklu minna á undanförnum árum en framlög til annarra samkeppnissjóða sem og menningarstofnana á borð við Þjóðleikhúsið og Sinfóníuna. Hann áréttar einnig að mikið vanti uppá að markmiðum samkomulagsins milli stjórnvalda og bransans frá 2006 hafi verið náð.

Kvikmyndaráð ályktar um Samkomulagið: Enn þarf að sækja fram

Kvikmyndaráð fagnar því að samkomulag hafi náðst um íslenska kvikmyndagerð fyrir árin 2016 – 2019. Sameiginlegt markmið þeirra sem koma að þessu samkomulagi er að hér á landi séu gerðar kvikmyndir, heimildamyndir og sjónvarpsefni sem spegla okkar samfélag, gætt sé að jafnréttissjónarmiðum og forgangsraðað í þágu barnamenningar.

Isold Film & TV Financing: Ný fjármögnunarleið fyrir kvikmyndagerð á Íslandi

Isold Film & TV Financing er nýr fjármögnunarsjóður fyrir kvikmyndir og sjónvarpsefni sem tekið hefur til starfa. Isold er ætlað að fjármagna endurgreiðslur sem og virðisaukaskattsgreiðslur sem falla til vegna kvikmyndagerðar hér á landi og stefnir einnig að því að koma með áhættufjárfestingu inní innlend verkefni til að klára fjármögnun eftir að styrkir og önnur fjármögnun liggur fyrir. Þá er og fyrirhugað að veita sérstöku fjármagni til kvikmyndaverkefna sem uppfylla skilyrði um umhverfisvernd og jöfn tækifæri milli kynja.

Ágúst Ólafur Ágústsson: Fjárfesting ríkisins í kvikmyndageiranum skilar sér tvöfalt til baka

Á undanförnum sex árum hafa að meðaltali verið gerðar níu kvikmyndir á Íslandi á ári. Heildarveltan í geiranum jókst um rúm 37 prósent frá 2009 til 2014 og nam 34,5 milljörðum króna árið 2014. Þetta kom fram í máli Ágústs Ólafs Ágústssonar, aðjunkts við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, á Þjóðar­spegli Háskóla Íslands á föstudag.

Samkomulagið: Langt frá tillögum Kvikmyndaráðs, óljós fyrirheit um hækkun síðar á samningstíma

Í Samkomulagi um stefnumörkun fyrir íslenska kvikmyndagerð árin 2016-2019, sem undirritað var í síðustu viku, er KMÍ gert kleift að auka nokkuð styrkhlutfall á hvert verkefni en ekki er gert ráð fyrir fjölgun þeirra. Leikið sjónvarpsefni býr áfram við skarðan hlut, en vilyrði er gefið um hækkun til sjóðsins á síðari hluta samningstíma.

Þórhallur Gunnarsson: Flöskuháls að myndast vegna ónógrar fjárfestingar

Þór­hall­ur Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri sjón­varps- og kvik­mynda­fram­leiðslu Sagafilm segir mikinn áhuga fyrir inn­lendu leiknu efni hjá öll­um inn­lendu sjón­varps­stöðvun­um og að er­lend­ir aðilar sýni ís­lenskri fram­leiðslu stöðugt meiri áhuga. Þrátt fyr­ir það sit­ur Kvik­mynda­sjóður eft­ir og flösku­háls mynd­ast í ís­lensk­um kvik­myndaiðnaði. Stjórn­völd geta hjálpað til með því að auka fram­lög í ís­lenska kvik­mynda­gerð.

Sjóðurinn hækkar um tæp 30% á þremur árum samkvæmt nýju samkomulagi

Samkvæmt samkomulagi sem undirritað var í gær um stefnumörkun fyrir íslenska kvikmyndagerð árin 2016– 2019, hækka framlög til Kvikmyndasjóðs um 240 milljónir króna næstu þrjú ár.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR