Heim Bransinn Um sjálfstætt starfandi í sóttkví

Um sjálfstætt starfandi í sóttkví

-

Nýkjörin stjórn Wift á Íslandi, frá vinstri: Silla Berg, María Lea Ævarsdóttir, Anna Sæunn Ólafsdóttir, Þórey Mjallhvít Heiðar- og Ómarsdóttir og Helena Harsita. á myndina vantar Völu Þórsdóttur.

Wift á Íslandi hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna aðstæðna þeirra sem starfa sjálfstætt í kvikmyndabransanum.

Núna þegar við Íslendingar horfum upp á þann stórfelldan skaða sem að Covid-19 er að valda í samfélaginu okkar er gott að muna að það eru fleiri hópar á Íslandi sem að munu þurfa aðstoð fjárhagslega en launþegar í fastri vinnu hjá fyrirtæki eða stofnun.

Á Íslandi eru tæp 9% vinnuaflsins skráð sem sjálfstætt starfandi. Þau vinna flestöll á eigin kennitölu og selja vinnu sína eða þjónustu. Allt frá smiðum yfir í sjúkraþjálfara og kamerukonur.

Þeir sem að starfa á þennan máta, hafa margir hverjir ekki val um neitt annað en að vinna sjálfstætt í eigin rekstri. Fólk í kvikmyndabransanum eru gott dæmi um það. Verkefnin fara í gang og það þarf að manna allar stöður, svo lýkur verkefninu og verktakinn finnur sér annað launað verkefni.

Kórónaveiran hefur þegar haft áhrif á kvikmyndageirann á Íslandi og erlendis. Leikstjórar eru að frumsýna myndir fyrir tómum sal, myndir sem margar hverjar tóku mörg ár í þróun og gerð. Hátíðum um allan heim hefur verið aflýst, hátíðir sem eru gífurlega mikilvægur vettvangur í fjármögnun verkefna og til að koma kvikmyndum í dreifingu um allan heim. Hætt hefur verið við fundi víðsvegar, framleiðendur halda að sér höndum og verkefni fara ekki í gang af hræðslu við smit eða skort á fjármagni.

Þetta er bara brot af því sem mun henda ef veiran heldur áfram á sömu braut. Áhrifin munu leiða niður til allra sem að vinna í bransanum þegar að verkefnum fækkar.

Það er mikilvægt að hugsa til allra sem að eiga eftir að lenda í tjóni út af sóttkví eða veikindum. Við getum ekki öll rukkað atvinnurekanda okkar um veikindagreiðslur.

Við verðum að sjá til þess að sjálfstætt starfandi fólk á Íslandi fái aðstoð rétt eins og launþegar. Mannsæmandi bótagreiðslur í sóttkví og fjárhagslegt öryggi á þessum tímum. Það er gott að breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar og lögum um Ábyrgðarsjóð launa koma til móts við sjálfstætt starfandi. En ekki má gleyma að sóttkví hefur áhrif á alla sem í henni lenda.

Sjá nánar hér: Sjálfstætt starfandi í sóttkví – wift

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.