HeimEfnisorðKórónavírus

kórónavírus

Kvikmyndasjóður úthlutar 120 milljónum króna til 15 verkefna

Kvikmyndasjóður hefur úthlutað styrkjum af sérstakri 120 m.kr. fjárveitingu vegna átaksverkefnis stjórnvalda í kjölfar heimsfaraldurs kórónaveiru. Stærsta styrkinn hlýtur bíómyndin Síðasti saumaklúbburinn í leikstjórn Göggu Jónsdóttur, 35 milljónir króna.

Vill margfalda fjárfestingu í kvikmyndagerð

"Núna skulum við reiða okkur á kvikmyndir og sjónvarp. Ég legg því til að við gerum kvikmyndaiðnaðinn að stóriðnaði hér á landi. Til að svo megi vera, verðum við að margfalda kvikmyndasjóð. Og þá meina ég t.d. að fimmfalda hann, úr 1 milljarði og í 5 milljarða," segir Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður í grein á Vísi.

67 umsóknir vegna sérstaks átaksverkefnis

Alls bárust 67 umsóknir til sérstaks átaksverkefnis Kvikmyndasjóðs vegna heimsfaraldurs kórónuveiru og alls var sótt um 904.098.288 kr. Umsóknarfresti lauk 10. maí, en gert er ráð fyrir að úthlutun verði lokið fyrir 1. júní.

Aðsókn | SÍÐASTA VEIÐIFERÐIN með rúmlega 40% heildaraðsóknar fyrstu vikuna eftir opnun bíóanna

Síðasta veiðiferðin er enn í fyrsta sæti aðsóknarlistans eftir að kvikmyndahúsin opnuðu á nýjan leik þann 4. maí síðastliðinn og nam aðsókn á myndina yfir 40% heildaraðsóknar í bíóin í vikunni.

Helstu kvikmyndahátíðir heimsins standa fyrir stafrænni hátíð á YouTube

Stærstu alþjóðlegu kvikmyndahátíðir heimsins hafa tekið höndum saman við  YouTube og hyggjast halda stafrænu kvikmyndahátíðina „We Are One: A Global Film Festival“ frá 29. maí til 7. júní

Netflix pantar músik frá Akureyri

Bandaríska streymisveitan Netflix sendir nú verkefni í gríð og erg til Akureyrar. Sinfóníuhljómsveitin Sinfonia Nord á Akureyri, er ein af fáum, ef ekki sú eina í heiminum, sem getur sinnt kvikmyndatónlistarverkefnum þessa dagana.

Aukinn áhugi erlendra framleiðenda á Íslandi í kjölfar yfirlýsingar Netflix

Erlend kvikmyndaver hafa sýnt Íslandi mikinn áhuga eftir að yfirmaður hjá Netflix greindi frá því í síðustu viku að efnisveitan væri með framleiðslu í tveimur löndum; Suður Kóreu og Íslandi. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Kvikmyndamiðstöð Íslands auglýsir eftir styrkumsóknum

Kvikmyndamiðstöð hefur sent frá sér tilkynningu um tilhögum styrkja vegna sérstakrar fjárveitingar til átaksverkefna í ljósi kórónavírusfaraldurins.

Netflix verkefni í tökum á Íslandi og í Suður Kóreu

Á meðan tökur liggja niðri um allan heim vegna Covid-19 faraldursins er það ekki tilfellið á Íslandi og í S-Kóreu þar sem Netflix er með verkefni í gangi.

Aðgerðir til stuðnings kvikmyndagerð kynntar, nánari útfærsla væntanleg

Vegna afleiðinga farsóttarinnar hafa stjórnvöld kynnnt aðgerðir til stuðnings listum og fela þær meðal annars í sér viðbótarframlag til Kvikmyndasjóðs uppá 120 milljónir, auk þess sem þeir framleiðendur sem þegar hafa fengið vilyrði um endurgreiðslu geta fengið hluta hennar fyrirfram. Von er á nánari útfærslu aðgerða á morgun.

Kvikmyndabransinn á ís en unnið að þíðu

Kvikmyndabransinn er við frostmark þessa dagana eins og flestum má vera ljóst. En á bakvið tjöldin er ýmislegt í gangi, bæði umleitanir um mögulegan stuðning stjórnvalda við greinina gegnum hinn erfiða skafl, sem og undirbúningur verkefna sem geta farið í gang þegar samkomubanni lýkur, auk viðræðna um framtíð Bíó Paradísar.

Skjaldborgarhátíð frestað til verslunarmannahelgar

Í ljósi farsóttarinnar sem nú geysar hefur verið ákveðið að fresta Skjaldborgarhátíðinni í ár til verslunarmannahelgarinnar, en hún hefur ávallt farið fram um hvítasunnuna.

Kvikmyndabransinn kominn á hliðina samkvæmt könnun FK

Félag kvikmyndagerðarmanna (FK) stóð fyrir könnun á meðal félagsmanna sinna til að meta þau alvarlegu áhrif sem vírusinn hefur á starfsemi og afkomu kvikmyndagerðarmanna. Niðurstöðurnar eru sláandi.

Bíóin loka tímabundið

Bíóhúsin á landinu hyggjast loka í ótilgreindan tíma vegna COVID-19. Að öllu óbreyttu er búist við að fáein kvikmyndahús verði áfram opin í dag en breytingin tekur formlega gildi frá og með morgundeginum.

Sýningum á HVERNIG Á AÐ VERA KLASSA DRUSLA frestað

Sýningum á gamanmyndinni Hvernig á að vera klassa drusla eftir Ólöfu Birnu Torfadóttur hefur verið frestað um óákveðinn tíma og þarf ekki að koma á óvart. Fyrirhugað var að frumsýna myndina 3. apríl.

Svona sækir þú um bætur vegna tekjumissis

Fyrir þá sem sjá fram á tekjumissi vegna kórónaveirufaraldursins má finna ýmiskonar upplýsingar á vef Vinnumálastofnunar varðandi fjárhagslegan stuðning. Þetta á einnig við um þá sem eru sjálfstætt starfandi líkt og flestir í kvikmyndabransanum.

Frá KMÍ vegna COVID-19

Kvikmyndamiðstöð Íslands hefur sent frá sér tilkynningu vegna kórórnaveirufaraldursins og þeirra áhrifa sem hann hefur á kvikmyndagerðina.

Sýningum á ÞRIÐJA PÓLNUM frestað

Sýningum á Þriðja pólnum, heimildamynd Anní Ólafsdóttur og Andra Snæs Magnasonar, hefur verið frestað. Fyrirhugað var að frumsýna myndina 27. mars.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR