Heim Fréttir Helstu kvikmyndahátíðir heimsins standa fyrir stafrænni hátíð á YouTube

Helstu kvikmyndahátíðir heimsins standa fyrir stafrænni hátíð á YouTube

-

Stærstu alþjóðlegu kvikmyndahátíðir heimsins hafa tekið höndum saman við  YouTube og hyggjast halda stafrænu kvikmyndahátíðina „We Are One: A Global Film Festival“ frá 29. maí til 7. júní

Þetta er gert í ljósi þess að mörgum hátíðum hefur verið frestað vegna faraldursins, þar á meðal Cannes og nú síðast Karlovy Vary. Á meðal hátíða sem taka þátt eru Berlín, Cannes, Feneyjar, San Sebastian, Tribeca og Toronto.

Hátíðinni verður streymt í gegnum hlekkinn Youtube.com/WeAreOne.

Dagskráin, sem verður ókeypis, mun innihalda bíómyndir, stuttmyndir, heimildamyndir, tónlist og samtöl (Q&A, meistaraspjall). Nánar verður tilkynnt um dagskrána síðar, en óljóst er á þessu stigi um áhuga kvikmyndaframleiðenda á verkefninu. Í frétt Deadline segir meðal annars að ekki sé búist við að nýjar bíómyndir verði á dagskránni, en líklega verði sýndar einhverjar eldri myndir sem ekki hafa fengið mikla dreifingu.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.