Kvikmyndasjóður úthlutar 120 milljónum króna til 15 verkefna

Kvikmyndasjóður hefur úthlutað styrkjum af sérstakri 120 m.kr. fjárveitingu vegna átaksverkefnis stjórnvalda í kjölfar heimsfaraldurs kórónaveiru. Stærsta styrkinn hlýtur bíómyndin Síðasti saumaklúbburinn í leikstjórn Göggu Jónsdóttur, 35 milljónir króna.

Umsóknarfresti vegna átaksverkefnisins lauk þann 10. maí s.l. Samtals bárust 72 umsóknir og alls var sótt um 935,2 m.kr. Veittir voru 15 styrkir til framleiðslu, þróunar og kynningar kvikmynda.

Við mat á verkefnum var sérstaklega litið til áhrifa styrkveitinga til að skapa störf og vega á móti efnahagssamdrætti vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Því var m.a. litið til fjölda listrænna lykilstarfsmanna sem koma að verkefnum sem sóttu um styrk.

Sjá úthlutun hér: Úthlutun úr Kvikmyndasjóði vegna sérstaks átaksverkefnis

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR