Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson hafa á síðustu tveimur árum sent frá sér fjórar bíómyndir sem allar hafa notið velgengni í kvikmyndahúsum þrátt fyrir heimsfaraldur. Hverskonar reynsla var þetta og hvað nú?
Saumaklúbburinn eftir Göggu Jónsdóttur hefur fengið mikla aðsókn í vikunni og er í fyrsta sæti aðsóknarlistans. Skuggahverfið er í 13. sæti eftir opnunarhelgina.
"Alveg ágætis gamanmynd sem rennur út í heldur ódýrar lausnir," segir Þórarinn Þórarinsson meðal annars í Fréttablaðinu um Saumaklúbbinn eftir Göggu Jónsdóttur.
Von er á allt að þrettán íslenskum bíómyndum og átta þáttaröðum á árinu 2021. Fari svo, hafa verk af þessu tagi aldrei verið fleiri á einu ári. Tekið skal fram að mögulegt er að frumsýningartími einhverra þessara verka færist yfir á næsta ár og í mörgum tilfellum liggur ekki fyrir hvenær verkin koma út innan ársins. Þá er einnig mögulegt að fleiri verk bætist við. Jafnframt eru ellefu heimildamyndir nefndar til sögu en búast má við að þær verði fleiri.