Kristín Júlla Kristjánsdóttir förðunarmeistari hefur verið tilnefnd til Robert verðlaunanna, verðlaunaafhendingu Dönsku kvikmyndaakademíunnar, fyrir besta gervi/förðun í hinni dönsku/íslensku kvikmynd Goðheimar eftir Fenar Ahmad.
Margrét Einarsdóttir búningahönnuður hefur verið tilnefnd til Guldbaggen verðlauna sænsku kvikmyndaakademíunnar fyrir búninga ársins í kvikmyndinni Eld & lågor eftir Måns Mårlind og Björn Stein.