spot_img

Kristín Júlla Kristjánsdóttir tilnefnd til dönsku Robert verðlaunanna fyrir GOÐHEIMA

Kristin Júlla Kristjánsdóttir förðunarmeistari.

Kristín Júlla Kristjánsdóttir förðunarmeistari hefur verið tilnefnd til Robert verðlaunanna, verðlaunaafhendingu Dönsku kvikmyndaakademíunnar, fyrir besta gervi/förðun í hinni dönsku/íslensku kvikmynd Goðheimar eftir Fenar Ahmad.

Kristín er tilnefnd ásamt Salla Yli-Luopa og verðlaunaafhendingin fer fram þann 26. janúar næstkomandi.

Þetta kemur fram á vef Kvikmyndamiðstöðvar og þar segir einnig:

Goðheimar er tilnefnd til alls 5 Robert verðlauna. Til viðbótar við gervi/förðun ársins er hún tilnefnd sem barna og unglingamynd ársins, fyrir kvikmyndatöku ársins, leikmynd ársins og tæknibrellur ársins.

Myndin var frumsýnd hér á landi með íslensku tali í október á síðasta ári, en Grímar Jónsson hjá Netop films er meðframleiðandi myndarinnar. Goðheimar er fantasíu- og ævintýramynd sem byggir á samnefndum teiknimyndasögum og Norrænni goðafræði. Víkingabörnin Röskva og Þjálfi koma í Goðheima með þrumuguðinum Þór og Loka hinum lævísa. Goðheimar eru að hruni komnir og eingöngu krakkarnir geta komið til bjargar.

Sjá nánar hér: Kristín Júlla Kristjánsdóttir tilnefnd til Robert verðlaunanna fyrir Goðheima

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR