Peter Bradshaw skrifar í The Guardian um Hjartastein Guðmundar Arnars Guðmundssonar sem nú er sýnd í breskum kvikmyndahúsum og segir hana meðal annars eldheita ástarsögu með sterkum leik.
Ása Helga Hjörleifsdóttir var valin besti leikstjórinn fyrir Svaninn á Kolkata International Film Festival í Indlandi sem lauk um síðustu helgi. Þetta eru fyrstu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar sem verður frumsýnd hér á landi þann 5. janúar næstkomandi.
Ég man þig Óskars Þórs Axelssonar er nú sýnd í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum. Myndin fær fín viðbrögð nokkurra bandarískra gagnrýnenda og er sem stendur með 100% skor á vefnum Rotten Tomatoes.
Allir sex þættir þáttaraðarinnar Stella Blómkvist fara í loftið í dag hjá Sjónvarpi Símans. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta fyrirkomulag er haft á með íslenska þáttaröð.
Finnska bíómyndin The Unknown Soldier (Tuntematon sotilas) nýtur mikillar hylli í kvikmyndahúsum þarlendis, en yfir 625 þúsund gestir hafa séð hana eftir fjórar vikur í sýningum. Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp eru meðal meðframleiðenda myndarinnar sem er leikstýrt af Aku Louhimies