Nýtt sýnishorn úr „Svaninum“

Gríma Valsdóttir í Svaninum (Mynd: Vintage Pictures)

Sýnishorn úr Svaninum eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur hefur verið birt á Vísi.

Svanurinn er byggð á samnefndri verðlaunaskáldsögu eftir Guðberg Bergsson og fjallar um níu ára stúlku sem send er í sveit og lendir þar í aðstæðum sem hún á í basli við að kljást við, þó hún sé sjálfstæð og hugmyndarík.

Ása Helga Hjörleifsdóttir er handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar. Gríma Valsdóttir leikur stúlkuna en önnur aðalhlutverk leika Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Ingvar E. Sigurðarson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Birgitta Björnsdóttir og Hlín Jóhannesdóttir eru aðalframleiðendur Svansins en myndin er þriggja landa samframleiðsla milli Íslands, Þýskalands og Eistlands.

Svanurinn verður frumsýnd á Íslandi 5. janúar 2018.

Sjá sýnishornið hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR